Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2024 19:36 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54