Af hverju er Baldur mitt val Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. maí 2024 17:01 Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum. Þegar Baldur ákvað frekar snemma í þessu framboðsferli að bjóða sig fram til forseta þá fann ég strax að hann var sá sem mig langaði að sjá á Bessastöðum sem næsta forseta. Ég þekki Baldur ekkert sérstaklega mikið persónulega en hef fylgst með honum og fengið að kynnast hans mannkostum í gegnum leik og störf. Það sem ég fann í upphafi og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að margir aðrir góðir frambjóðendur séu í boði er þessi mikla vissa að Baldur muni raunverulega geta haft áhrif á mikilvægar breytingar á heimsmyndinni okkar. Hann er maður sem mun alltaf standa með okkur sem þjóð, okkur öllum. Fyrir honum eru allir jafnir og hann er ekki erindreki neins nema réttlætis, friðar, mennsku og sátta. Fyrir utan það hversu Baldur er auðmjúkur og sannur í sínu þá er hann líka fáránlega klár og ekki af ástæðulausu sem hann hefur verið einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að utanríkismálum, átökum í heiminum, heimsmynd smáríkis í stórum heimi sífelldra breytinga og þess hvernig við þurfum að treysta innri varnir og standa saman að uppbyggingu öryggismála þegar kemur m.a að styrkingu lögreglu og auknum stuðning við björgunarsveitir. Auðvitað er forseti Íslands ekki að fara að breyta heiminum, verum raunsæ. Það sem forseti hinsvegar gerir er að vera boðberi þess sem Ísland getur kennt heiminum og nýtt sér vettvanginn til að koma því á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Þannig getur forseti talað fyrir mannréttindum þar sem það á við, menningu og listum, atvinnulífinu og öllu því óþrjótandi hugviti sem þar býr. Forseti getur nýtt tækifærið þar sem það gefst og brúað brýr fyrir hugmyndir og hvatt til samvinnu ólíkra aðila með því að tengja þá saman. Gefið þeim rödd. Forseti Íslands getur sannarlega haft áhrif bæði heima og heiman en fyrst og fremst er hann sameiningartákn þjóðarinnar og sá sem við treystum til að taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Þessvegna er mikilvægt að við myndum okkur skoðun og þorum að treysta innsæinu. Þorum að standa með grunngildum og mannréttindum. Ég treysti Baldri og hlakka til að setja stimpilinn við hann næsta laugardag. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Baldurs til forseta Íslands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun