Robert Lewandowski kom Barcelona yfir eftir stundarfjórðung en Youssef En Nesyri jafnaði metin fyrir Sevilla þegar hálftími var liðinn og staðan jöfn 1-1 í hálfleik.
Fermín López skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið á 59. mínútu. Lokatölur í Andalúsíu 1-2 sem þýðir að Barcelona endar með 85 stig í 2. sæti, tíu stigum á eftir meisturum Real Madríd. Sevilla endar í 14. sæti með 41 stig.
Önnur úrslit
- Getafe 1-2 Mallorca
- Celta Vigo 2-2 Valencia
- Las Palmas 1-1 Alaves