Halla Hrund er samkvæmt könnuninni með 21 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir með 20,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir með 20,1 prósent. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson með 16,9 prósent fylgi og Jón Gnarr með 11,4 prósent.
Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Prósent spurði einnig að því hvern menn teldu sigurstranglegastan og þar voru niðurstöður mun meira afgerandi en 44,8 prósent nefndu Katrínu. Þá nefndu 20,7 prósent Höllu Hrund, 15,7 prósent Höllu Tómasdóttur, 10,8 prósent Baldur og 3,5 prósent Jón.
Athyglisvert er hve mikill munur er á niðurstöðu könnunar Prósents og kannanna Gallup og Maskínu sem birtar voru fyrir helgi. Þær sýndu Katrínu Jakobsdóttur komna með nokkuð afgerandi forskot.