Ó, vakna þú mín Þyrnirós! Ólafur H. Ólafsson skrifar 27. maí 2024 11:00 Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun