Ástþór eyðir langmestu Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 12:14 Ástþór sýnir Ásdísi Rán bókina góðu. Vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í sérstöku kosningamælaborði auglýsingastofunnar Sahara, þar sem sjá má upplýsingar um veru frambjóðenda á samfélagsmiðlum. Meðal þess sem sjá má á síðunni er fylgjendafjöldi á samfélagsmiðlum og hversu miklu frambjóðendur hafa varið í auglýsingar á Meta, móðurfélags Facebook og Instagram, og Google. Ástþór heldur áfram að eyða Líkt og áður trónir Ástþór Magnússon á toppnum hvað útgjöld á miðlunum varðar. Hann hefur eytt margfalt meira en aðrir frambjóðendur. Ásdís Rán hefur eytt svo gott sem engu á samfélagsmiðlunum, aðeins 130 krónum. Ásdís með flesta á Instagram, Jón á Facebook og Baldur á TikTok Sem áður segir er Ásdís Rán með flesta fylgjendur á Instagram, sem ætti ekki að koma á óvart þar sem hún hefur lengi verið vinsæl á miðlinum. Á Facebook er það Jón Gnarr sem er með flesta fylgjendur, samanlagt 111 þúsund fylgjendur. Í samantekt Sahara eru aðeins fylgjendur síðunnar Jón forseti 2024, 18 þúsund talsins, taldir. Hann er þó með aðra opinbera síðu, sem kennd er við Jón Gnarr listamann, sem er með 93 þúsund fylgjendur. Svipað eru uppi á teningnum hjá Ásdísi Rán, sem er með næstflesta fylgjendur á Facebook. Sahara telur hana í öðru sæti á eftir Katrínu Jakobsdóttur, sem er með 31 þúsund fylgjendur, með 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig með síðu kennda við IceQueen, sem er með 51 þúsund fylgjendur. Baldur Þórhallsson er svo með langflesta fylgjendur á TikTok en þó aðeins 1.102. Aftur er það Ásdís Rán sem næstflestir fylgja, 759 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir ábendingar úr herbúðum þeirra Jóns og Ásdísar Ránar.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira