Afturbatapíka í skilgreiningu HKL Steingrímur Gunnarsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar