Kjósum forseta sem við treystum Ingileif Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:16 Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun