Einn til viðbótar í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:52 Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Öðrum einstaklingi hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en hefur áfram stöðu sakbornings í málinu. Mbl greindi fyrst frá því að annar hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir það í samtali við fréttastofu. Fjórir Íslendingar, karlmaður á áttræðisaldri, dóttur hans og tengdasonur um þrítugt auk bróður tengdasonarins sátu upphaflega í gæsluvarðhaldi vegna málsins en nú hefur tveimur verið sleppt úr haldi. Jón Gunnar vill ekki gefa upp hverjir það eru, né heldur hver tengsl þess sem bættist við eru. Kominn aftur til Íslands Maðurinn sem varð fyrir árásinni er með maltneskt ríkisfang. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjó hann í bílskúr sem hann leigði af manni sen er einn af meintum gerendum í málinu. Hinum grunuðu er gefið að sök að hafa svipt manninn frelsi, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að brotaþolinn sé kominn aftur til Íslands. Jón Gunnar vill ekki staðfesta það og ber fyrir sig að hafa aldrei tjáð sig um hans hagi né hvar hann sé staddur. Fjárkúgun í Reykholti Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá því að annar hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir það í samtali við fréttastofu. Fjórir Íslendingar, karlmaður á áttræðisaldri, dóttur hans og tengdasonur um þrítugt auk bróður tengdasonarins sátu upphaflega í gæsluvarðhaldi vegna málsins en nú hefur tveimur verið sleppt úr haldi. Jón Gunnar vill ekki gefa upp hverjir það eru, né heldur hver tengsl þess sem bættist við eru. Kominn aftur til Íslands Maðurinn sem varð fyrir árásinni er með maltneskt ríkisfang. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjó hann í bílskúr sem hann leigði af manni sen er einn af meintum gerendum í málinu. Hinum grunuðu er gefið að sök að hafa svipt manninn frelsi, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að brotaþolinn sé kominn aftur til Íslands. Jón Gunnar vill ekki staðfesta það og ber fyrir sig að hafa aldrei tjáð sig um hans hagi né hvar hann sé staddur.
Fjárkúgun í Reykholti Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32
Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09