Hvers vegna kýs ég „nörd“ í smáríkjafræðum sem forseta? Steinn Jóhannsson skrifar 27. maí 2024 17:32 Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun