Opið bréf til stjórnarformanns Gildis Björn Sævar Einarsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Lífeyrissjóðir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun