Kjósum alvöru forseta en ekki óbreytt ástand Kári Allansson skrifar 27. maí 2024 16:00 Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun