Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping sem mátti þola afhroð á heimavelli. Arnór Ingvi var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur lifði leiks en skömmu áður hafði Varnamo skorað tvö mörk með stuttu millibili.
IFK Värnamo vinner med 4-0 (!) borta mot IFK Norrköping.
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 27, 2024
📲 Se höjdpunkterna på Max pic.twitter.com/wysSn8GMri
Lokatölur 0-4 og Norrköping ekki unnið leik síðan 28. apríl, síðan þá hefur liðið aðeins náð í eitt stig.
Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn þegar Gautaborg tapaði 5-2 á útivelli gegn AIK. Tvö markanna komu í uppbótartíma en staðan var jöfn 2-2 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar.
5-2! AIonanis Pittas rundar målvakten och gör 5-2 för AIK!
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 27, 2024
📲 Se all kommande sport på vår nya streaming-hemmaplan Max, där du ser allt från Allsvenskan. pic.twitter.com/OIjMlu1Ka0
Bæði lið eru með 11 stig að loknum 11 umferðum, Norrköping er sem stendur í umspilssæti að halda sæti sínu í deildinni og aðeins stigi fyrir ofan Kalmar sem er í fallsæti. Gautaborg heldur sér fyrir ofan umspilssætið á markatölu einni.