Ég vil óumdeildan forseta Guðrún Jónsdóttir skrifar 28. maí 2024 06:00 Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun