Þjóðhöfðinginn Katrín Sigríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 06:31 Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun