Segjast „niðurlægðar“ og hættar í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Julieta Cruz er ein af þessum þremur leikmönnum en hún var með argentínska landsliðinu á HM 2023. Getty/Hannah Peters Þrír leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta eru hættar að gefa kost á sér í landsliðið. Ástæðan eru þær aðstæður sem landsliðskonunum er boðið upp á í landsliðsverkefnum. Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81) Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81)
Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn