Halla Tómasdóttir lætur verkin tala Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:30 Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar