Kjósum Baldur fyrir öryggi okkar allra Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:30 Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar