Baldur er leiðtogi og mannasættir Karl Ágúst Ipsen skrifar 28. maí 2024 14:16 Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar