„Það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekki já á stundinni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Baldur fer yfir víðan völl í nýjasta þætti Af vængjum fram. Vísir Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir það hafa komið sér mest á óvart við forsetaframboðið hve mikið hann hafi þurft að ræða eigið einkalíf. Hann á erfitt með að borða sterkan mat og segir að hann hefði orðið fornleifafræðingur ef hann hefði ekki orðið stjórnmálafræðingur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í níunda þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Klippa: Af vængjum fram - Baldur Þórhallsson Ekki með magann í þetta „Ég á dálítið erfitt með sterkan mat, það fer ekkert sérstaklega vel í mig, það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekki alveg já á stundinni, en ég er kominn,“ segir Baldur. Baldur fer yfir víðan völl, ræðir meðal annars matseldina á heimilinu og hvor eldar oftar á heimilinu, hann eða Felix Bergsson. Þá ræðir hann hvað hefur komið sér mest á óvart við að vera í framboði og umræðuna um djamm hans og för á hommabar. Baldur segir í gríni að þeir sem hafi birt myndir af honum á barnum ættu að komast í myndasafn af honum frá menntaskólaárunum á Laugarvatni. Hann segist vera vanur því að tala ekki um sjálfan sig í akademíunni og því fylgi mikil breyting að vera í framboði. Baldur nefnir röð spurninga sem hann hefur fengið í framboðinu og segist ekki hafa tölu á því hversu oft hann hafi sagt frá því hvernig það hafi verið þegar hann kom út úr skápnum. „Ég hef aldrei farið í jafn mikla sálfræðigreiningu á sjálfum mér og í þessu framboði,“ segir Baldur meðal annars. Þá ræðir hann námsárin í Bretlandi, þegar hann langaði að verða fornleifafræðingur og hvernig áhrif það hefur haft að vera svo lengi í kosningabaráttu. Horfa má á fleiri þætti af skemmtiþættinum Af vængjum fram á sjónvarpsvef Vísis. Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í níunda þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Klippa: Af vængjum fram - Baldur Þórhallsson Ekki með magann í þetta „Ég á dálítið erfitt með sterkan mat, það fer ekkert sérstaklega vel í mig, það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekki alveg já á stundinni, en ég er kominn,“ segir Baldur. Baldur fer yfir víðan völl, ræðir meðal annars matseldina á heimilinu og hvor eldar oftar á heimilinu, hann eða Felix Bergsson. Þá ræðir hann hvað hefur komið sér mest á óvart við að vera í framboði og umræðuna um djamm hans og för á hommabar. Baldur segir í gríni að þeir sem hafi birt myndir af honum á barnum ættu að komast í myndasafn af honum frá menntaskólaárunum á Laugarvatni. Hann segist vera vanur því að tala ekki um sjálfan sig í akademíunni og því fylgi mikil breyting að vera í framboði. Baldur nefnir röð spurninga sem hann hefur fengið í framboðinu og segist ekki hafa tölu á því hversu oft hann hafi sagt frá því hvernig það hafi verið þegar hann kom út úr skápnum. „Ég hef aldrei farið í jafn mikla sálfræðigreiningu á sjálfum mér og í þessu framboði,“ segir Baldur meðal annars. Þá ræðir hann námsárin í Bretlandi, þegar hann langaði að verða fornleifafræðingur og hvernig áhrif það hefur haft að vera svo lengi í kosningabaráttu. Horfa má á fleiri þætti af skemmtiþættinum Af vængjum fram á sjónvarpsvef Vísis.
Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira