„Við höfum ekkert“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 16:59 Palestínsk fjölskylda á vergangi leitar í tjaldi þeirra eftir árásir vestur af Rafah í dag. AP/Jehad Alshrafi Ísraelskir hermenn óku í dag skriðdrekum inn í Rafah á Gasaströndinni. Þá voru skriðdrekar notaðir til að skjóta að tjaldbúðum vestur af borginni þar sem fólk á vergangi hafði komið sér fyrir. Minnst 21 féll í skothríðinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera áhlaup með þessum hætti á Rafah en það var gert í kjölfar þess að minnsta kosti 45 féllu í loftárásum Ísraela á aðrar tjaldbúðir í borginni og um tvö hundruð særðust. Myndefni af vettvangi eldhafsins hefur meðal annars sýnt illa brunnin lík og mann halda á líki höfuðlauss barns. Árásirnar eiga að hafa beinst gegn tveimur leiðtogum Hamas-samtakanna, sem Ísraelar segja að hafi fallið í þeim. Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Forsvarsmenn ísraelska hersins höfðu í gær haldið því fram að mögulega hefðu Hamas-liðar kveikt eldinn. Hljóðið hefur þó breyst í dag þar sem Ísraelar eru sagðir hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum að brot úr sprengjunum sem varpað var á búðirnar hafi lent í nærliggjandi eldsneytistanki og eldurinn hafi kviknað þannig. Ísraelskur hermaður á skriðdreka veifar til ljósmyndara. Fyrstu skriðdrekunum var ekið inn í Rafah í dag.AP/Leo Correa Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði í dag að einnig væri mögulegt að sprengjur sem hefðu getað verið í geymslu nærri skotmarkinu hafi sprungið í loftárásunum. Þær sprengjur sem notaðar voru væru ekki nægilega öflugar, samkvæmt frétt CNN. Enn væri þó ekki hægt að segja til um upptök eldsins með vissu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, lýsti dauða fólksins sem hræðilegum mistökum í gær en atvikið og árásir Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýndar á heimssviðinu. Koma neyðarbirgðum ekki til Rafah Áætlað er að meira en milljón manns, eða tæplega helmingur íbúa Gasastrandarinnar, hafi flúið til Rafah á undanförnum mánuðum, vegna hernaðar Ísraela. Hundruð þúsunda þeirra hafa svo þurft að flýja aftur vegna árása á borgina á undanförnum vikum. Þetta fólk hefur dreifst um stór svæði og heldur til í tjöldum, við slæmar aðstæður. Þessum svæðum hefur verið lýst sem mannúðarsvæðum en þar má finna mjög fá eldhús, markaði eða sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt AP fréttaveitunni má finna umfangsmiklar tjaldbúðir á rúmlega sextán kílómetra löngum kafla syðst með strönd Gasastrandarinnar. Þar hafa fjölskyldur grafið skurði þar sem fólk getur gengið örna sinna og eru feður sagðir fara um í leit að mat og vatni á meðan börn grafa í gegnum rusl og rústir húsa til að finna brak sem hægt er að brenna og nota til að elda mat. Þá hefur verulega dregið úr flæði neyðarbirgða til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Ísraelar segja að 370 vörubílum hafi verið hleypt inn á svæðið í gær með matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar en forsvarsmenn Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segja að einungis þrjátíu bílar hafi skilað sér á áfangastað í dag, vegna takmarkana á því hvar hægt sé að aka þeim og vegna átaka á svæðinu. Flestar neyðarbirgðir berast inna á Gasaströndina í norðri, gegnum tvær landamærastöðvar og bryggju sem Bandaríkjamenn hafa reist. Henni var lokað í dag um tíma vegna veðurs. Rafah er þó syðsta borga svæðisins en þar er búið að loka tveimur stærstu landamærastöðvum Gasa og hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki aðgang að þeim. „Ástandið er raunarlegt,“ sagði einn viðmælandi AP. „Við erum með tuttugu manns í tjaldinu, ekkert hreint vatn, ekkert rafmagn. Við höfum ekkert.“ Hann sagði erfitt að útskýra tilfinningar sínar að svo stöddu. „Þetta er búið að gera út af við okkur andlega,“ sagði Mohammad Abu Radwan. Hann flúði Rafah skömmu eftir fyrstu árásir Ísraela á borigina þann 6. maí en hann og fjölskylda hans héldu til í húsi í borginni. Það tók þau rúman dag að setja saman heimagert tjald og við hlið þess grófu þau skurð fyrir klósettaðstöðu. Finna má gífurlega umfangsmiklar tjaldbúðir víða á Gasaströndinni. Aðstæður á suðurhluta svæðisins hafa farið hratt versnandi.AP/Hatem Ali Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir 36 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum átta mánuðum. Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi.Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur skipað Ísraelum að láta af hernaði í Rafah. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. 28. maí 2024 08:21 Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera áhlaup með þessum hætti á Rafah en það var gert í kjölfar þess að minnsta kosti 45 féllu í loftárásum Ísraela á aðrar tjaldbúðir í borginni og um tvö hundruð særðust. Myndefni af vettvangi eldhafsins hefur meðal annars sýnt illa brunnin lík og mann halda á líki höfuðlauss barns. Árásirnar eiga að hafa beinst gegn tveimur leiðtogum Hamas-samtakanna, sem Ísraelar segja að hafi fallið í þeim. Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Forsvarsmenn ísraelska hersins höfðu í gær haldið því fram að mögulega hefðu Hamas-liðar kveikt eldinn. Hljóðið hefur þó breyst í dag þar sem Ísraelar eru sagðir hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum að brot úr sprengjunum sem varpað var á búðirnar hafi lent í nærliggjandi eldsneytistanki og eldurinn hafi kviknað þannig. Ísraelskur hermaður á skriðdreka veifar til ljósmyndara. Fyrstu skriðdrekunum var ekið inn í Rafah í dag.AP/Leo Correa Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði í dag að einnig væri mögulegt að sprengjur sem hefðu getað verið í geymslu nærri skotmarkinu hafi sprungið í loftárásunum. Þær sprengjur sem notaðar voru væru ekki nægilega öflugar, samkvæmt frétt CNN. Enn væri þó ekki hægt að segja til um upptök eldsins með vissu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, lýsti dauða fólksins sem hræðilegum mistökum í gær en atvikið og árásir Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýndar á heimssviðinu. Koma neyðarbirgðum ekki til Rafah Áætlað er að meira en milljón manns, eða tæplega helmingur íbúa Gasastrandarinnar, hafi flúið til Rafah á undanförnum mánuðum, vegna hernaðar Ísraela. Hundruð þúsunda þeirra hafa svo þurft að flýja aftur vegna árása á borgina á undanförnum vikum. Þetta fólk hefur dreifst um stór svæði og heldur til í tjöldum, við slæmar aðstæður. Þessum svæðum hefur verið lýst sem mannúðarsvæðum en þar má finna mjög fá eldhús, markaði eða sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt AP fréttaveitunni má finna umfangsmiklar tjaldbúðir á rúmlega sextán kílómetra löngum kafla syðst með strönd Gasastrandarinnar. Þar hafa fjölskyldur grafið skurði þar sem fólk getur gengið örna sinna og eru feður sagðir fara um í leit að mat og vatni á meðan börn grafa í gegnum rusl og rústir húsa til að finna brak sem hægt er að brenna og nota til að elda mat. Þá hefur verulega dregið úr flæði neyðarbirgða til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Ísraelar segja að 370 vörubílum hafi verið hleypt inn á svæðið í gær með matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar en forsvarsmenn Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segja að einungis þrjátíu bílar hafi skilað sér á áfangastað í dag, vegna takmarkana á því hvar hægt sé að aka þeim og vegna átaka á svæðinu. Flestar neyðarbirgðir berast inna á Gasaströndina í norðri, gegnum tvær landamærastöðvar og bryggju sem Bandaríkjamenn hafa reist. Henni var lokað í dag um tíma vegna veðurs. Rafah er þó syðsta borga svæðisins en þar er búið að loka tveimur stærstu landamærastöðvum Gasa og hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki aðgang að þeim. „Ástandið er raunarlegt,“ sagði einn viðmælandi AP. „Við erum með tuttugu manns í tjaldinu, ekkert hreint vatn, ekkert rafmagn. Við höfum ekkert.“ Hann sagði erfitt að útskýra tilfinningar sínar að svo stöddu. „Þetta er búið að gera út af við okkur andlega,“ sagði Mohammad Abu Radwan. Hann flúði Rafah skömmu eftir fyrstu árásir Ísraela á borigina þann 6. maí en hann og fjölskylda hans héldu til í húsi í borginni. Það tók þau rúman dag að setja saman heimagert tjald og við hlið þess grófu þau skurð fyrir klósettaðstöðu. Finna má gífurlega umfangsmiklar tjaldbúðir víða á Gasaströndinni. Aðstæður á suðurhluta svæðisins hafa farið hratt versnandi.AP/Hatem Ali Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir 36 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum átta mánuðum. Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi.Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur skipað Ísraelum að láta af hernaði í Rafah.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. 28. maí 2024 08:21 Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. 28. maí 2024 08:21
Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41
Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15
Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42