Mannréttindi fólks með andleg veikindi eða fíknisjúkdóma á Íslandi eru lítil sem engin Steindór Þórarinsson skrifar 30. maí 2024 09:00 Ég borgaði 150 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð til að fá að vita það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, enga ráðgjöf eða stuðning bara „það er fullt af lesefni á netinu“. Líf mitt litast af mistökum, ég hef lagt fjárhagslegar birgðar á náið fólk, misnotað fíkniefni og svo mætti lengi telja. Loks þegar ég ákveð að leita mér hjálpar til að taka á þessum málum þá var litla hjálp að fá. Ég var 42 ára þegar ég fékk mína greiningu hjá þessum sálfræðingi. Ég veit ekki alveg fyrir hvað ég var að borga samt. Ég hefði allt eins getað tekið þetta próf á netinu því sálfræðigreining dugir ekki til. Það þarf mat geðlæknis og bið eftir slíkum er óralöng. Ég gafst því upp á að bíða og ákvað að lesa allt sem ég fann og hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjóskuna að vopni. En við erum ekki öll svo heppin. Við höfum ekki öll stuðning til að hjálpa okkur sjálf eða þrjóskuna og þorið. Sum verða að fá meiri aðstoð en það og hana er afar erfitt að finna ásamt því að bið eftir aðstoð fagfóllks getur varað lengur en í ár allt uppí 4 ár. Á sama tíma segir Landlæknir að viðmiðunarmörkin séu 30 daga bið. Eins og margoft hefur komið fram þá er pottur víða brotinn í geðheilbrigðismálum. Það er erfitt að komast á geðdeild, það er bið eftir meðferð á Vogi, það vantar úrræði fyrir fólk með fíknivanda, það er meira en árs bið eftir ADHD greiningu, það er flókið að komast að hjá sálfræðingi og það er dýrt að leita sér hjálpar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru bara brota brot af þeim hindrunum sem eru á vegi fólks sem þarf að nýta þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Víða um land er svo fullt af flottu fólki sem vill gera vel, gerir vel og reynir að bæta úr og koma með lausnir, en einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að leiða þau saman til samtals og finna heildstæð lausn á geðheilbrigðismálum. Þessu er hægt að breyta. Með því að kjósa Baldur Þórhallsson til forseta þá vörpum við birtu og ljósi á málaflokkinn. Á stefnuskrá Baldurs er að kalla saman allt það góða fólk sem starfar í málaflokknum, setjast niður með þeim og leita lausna. Baldur vill setja mælanleg markmið og fylgja þeim eftir. Baldur hefur sjálfur reynslu af kerfinu sem aðstandandi og eftir því sem ég kynni mér málflutning hans betur þeim mun sannfærðari er ég í þeirri trú minni að hann eigi eftir að standa við það sem hann segir. Baldur hefur alla tíð verið maður sátta og samtals. Hann hafði til dæmis milligöngu um sættir milli Þjóðkirkjunnar og hinsegin samfélagsins og Samtakanna ’78. Ég trúi því að Baldur muni vinna svipað afrek þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Baldur er heiðarlegur, úrræðagóður og hlustar til að skilja og hann einblínir á lausnir fremur en vandamálin. Við sem þekkjum til geðheilbrigðismála af eigin raun vitum hversu mikilvægt það er að leysa úr þeim flækjum sem þar blasa við. Við þurfum á manni eins og Baldri að halda til að greiða úr þessum flækum. Kjósum Baldur á Bessastaði og tökum höndum saman um að gera þessa þjóð að fyrirmynd annarra þjóða í málaflokknum. Þannig getum við haft áhrif á geðheilsu fólks, bæði hér heima og um heim allan. Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi og einlægur stuðningsmaður Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég borgaði 150 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð til að fá að vita það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, enga ráðgjöf eða stuðning bara „það er fullt af lesefni á netinu“. Líf mitt litast af mistökum, ég hef lagt fjárhagslegar birgðar á náið fólk, misnotað fíkniefni og svo mætti lengi telja. Loks þegar ég ákveð að leita mér hjálpar til að taka á þessum málum þá var litla hjálp að fá. Ég var 42 ára þegar ég fékk mína greiningu hjá þessum sálfræðingi. Ég veit ekki alveg fyrir hvað ég var að borga samt. Ég hefði allt eins getað tekið þetta próf á netinu því sálfræðigreining dugir ekki til. Það þarf mat geðlæknis og bið eftir slíkum er óralöng. Ég gafst því upp á að bíða og ákvað að lesa allt sem ég fann og hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjóskuna að vopni. En við erum ekki öll svo heppin. Við höfum ekki öll stuðning til að hjálpa okkur sjálf eða þrjóskuna og þorið. Sum verða að fá meiri aðstoð en það og hana er afar erfitt að finna ásamt því að bið eftir aðstoð fagfóllks getur varað lengur en í ár allt uppí 4 ár. Á sama tíma segir Landlæknir að viðmiðunarmörkin séu 30 daga bið. Eins og margoft hefur komið fram þá er pottur víða brotinn í geðheilbrigðismálum. Það er erfitt að komast á geðdeild, það er bið eftir meðferð á Vogi, það vantar úrræði fyrir fólk með fíknivanda, það er meira en árs bið eftir ADHD greiningu, það er flókið að komast að hjá sálfræðingi og það er dýrt að leita sér hjálpar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru bara brota brot af þeim hindrunum sem eru á vegi fólks sem þarf að nýta þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Víða um land er svo fullt af flottu fólki sem vill gera vel, gerir vel og reynir að bæta úr og koma með lausnir, en einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að leiða þau saman til samtals og finna heildstæð lausn á geðheilbrigðismálum. Þessu er hægt að breyta. Með því að kjósa Baldur Þórhallsson til forseta þá vörpum við birtu og ljósi á málaflokkinn. Á stefnuskrá Baldurs er að kalla saman allt það góða fólk sem starfar í málaflokknum, setjast niður með þeim og leita lausna. Baldur vill setja mælanleg markmið og fylgja þeim eftir. Baldur hefur sjálfur reynslu af kerfinu sem aðstandandi og eftir því sem ég kynni mér málflutning hans betur þeim mun sannfærðari er ég í þeirri trú minni að hann eigi eftir að standa við það sem hann segir. Baldur hefur alla tíð verið maður sátta og samtals. Hann hafði til dæmis milligöngu um sættir milli Þjóðkirkjunnar og hinsegin samfélagsins og Samtakanna ’78. Ég trúi því að Baldur muni vinna svipað afrek þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Baldur er heiðarlegur, úrræðagóður og hlustar til að skilja og hann einblínir á lausnir fremur en vandamálin. Við sem þekkjum til geðheilbrigðismála af eigin raun vitum hversu mikilvægt það er að leysa úr þeim flækjum sem þar blasa við. Við þurfum á manni eins og Baldri að halda til að greiða úr þessum flækum. Kjósum Baldur á Bessastaði og tökum höndum saman um að gera þessa þjóð að fyrirmynd annarra þjóða í málaflokknum. Þannig getum við haft áhrif á geðheilsu fólks, bæði hér heima og um heim allan. Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi og einlægur stuðningsmaður Baldurs.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun