Mannréttindi fólks með andleg veikindi eða fíknisjúkdóma á Íslandi eru lítil sem engin Steindór Þórarinsson skrifar 30. maí 2024 09:00 Ég borgaði 150 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð til að fá að vita það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, enga ráðgjöf eða stuðning bara „það er fullt af lesefni á netinu“. Líf mitt litast af mistökum, ég hef lagt fjárhagslegar birgðar á náið fólk, misnotað fíkniefni og svo mætti lengi telja. Loks þegar ég ákveð að leita mér hjálpar til að taka á þessum málum þá var litla hjálp að fá. Ég var 42 ára þegar ég fékk mína greiningu hjá þessum sálfræðingi. Ég veit ekki alveg fyrir hvað ég var að borga samt. Ég hefði allt eins getað tekið þetta próf á netinu því sálfræðigreining dugir ekki til. Það þarf mat geðlæknis og bið eftir slíkum er óralöng. Ég gafst því upp á að bíða og ákvað að lesa allt sem ég fann og hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjóskuna að vopni. En við erum ekki öll svo heppin. Við höfum ekki öll stuðning til að hjálpa okkur sjálf eða þrjóskuna og þorið. Sum verða að fá meiri aðstoð en það og hana er afar erfitt að finna ásamt því að bið eftir aðstoð fagfóllks getur varað lengur en í ár allt uppí 4 ár. Á sama tíma segir Landlæknir að viðmiðunarmörkin séu 30 daga bið. Eins og margoft hefur komið fram þá er pottur víða brotinn í geðheilbrigðismálum. Það er erfitt að komast á geðdeild, það er bið eftir meðferð á Vogi, það vantar úrræði fyrir fólk með fíknivanda, það er meira en árs bið eftir ADHD greiningu, það er flókið að komast að hjá sálfræðingi og það er dýrt að leita sér hjálpar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru bara brota brot af þeim hindrunum sem eru á vegi fólks sem þarf að nýta þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Víða um land er svo fullt af flottu fólki sem vill gera vel, gerir vel og reynir að bæta úr og koma með lausnir, en einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að leiða þau saman til samtals og finna heildstæð lausn á geðheilbrigðismálum. Þessu er hægt að breyta. Með því að kjósa Baldur Þórhallsson til forseta þá vörpum við birtu og ljósi á málaflokkinn. Á stefnuskrá Baldurs er að kalla saman allt það góða fólk sem starfar í málaflokknum, setjast niður með þeim og leita lausna. Baldur vill setja mælanleg markmið og fylgja þeim eftir. Baldur hefur sjálfur reynslu af kerfinu sem aðstandandi og eftir því sem ég kynni mér málflutning hans betur þeim mun sannfærðari er ég í þeirri trú minni að hann eigi eftir að standa við það sem hann segir. Baldur hefur alla tíð verið maður sátta og samtals. Hann hafði til dæmis milligöngu um sættir milli Þjóðkirkjunnar og hinsegin samfélagsins og Samtakanna ’78. Ég trúi því að Baldur muni vinna svipað afrek þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Baldur er heiðarlegur, úrræðagóður og hlustar til að skilja og hann einblínir á lausnir fremur en vandamálin. Við sem þekkjum til geðheilbrigðismála af eigin raun vitum hversu mikilvægt það er að leysa úr þeim flækjum sem þar blasa við. Við þurfum á manni eins og Baldri að halda til að greiða úr þessum flækum. Kjósum Baldur á Bessastaði og tökum höndum saman um að gera þessa þjóð að fyrirmynd annarra þjóða í málaflokknum. Þannig getum við haft áhrif á geðheilsu fólks, bæði hér heima og um heim allan. Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi og einlægur stuðningsmaður Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég borgaði 150 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð til að fá að vita það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, enga ráðgjöf eða stuðning bara „það er fullt af lesefni á netinu“. Líf mitt litast af mistökum, ég hef lagt fjárhagslegar birgðar á náið fólk, misnotað fíkniefni og svo mætti lengi telja. Loks þegar ég ákveð að leita mér hjálpar til að taka á þessum málum þá var litla hjálp að fá. Ég var 42 ára þegar ég fékk mína greiningu hjá þessum sálfræðingi. Ég veit ekki alveg fyrir hvað ég var að borga samt. Ég hefði allt eins getað tekið þetta próf á netinu því sálfræðigreining dugir ekki til. Það þarf mat geðlæknis og bið eftir slíkum er óralöng. Ég gafst því upp á að bíða og ákvað að lesa allt sem ég fann og hjálpa mér sjálfur með stuðningi aðstandenda og þrjóskuna að vopni. En við erum ekki öll svo heppin. Við höfum ekki öll stuðning til að hjálpa okkur sjálf eða þrjóskuna og þorið. Sum verða að fá meiri aðstoð en það og hana er afar erfitt að finna ásamt því að bið eftir aðstoð fagfóllks getur varað lengur en í ár allt uppí 4 ár. Á sama tíma segir Landlæknir að viðmiðunarmörkin séu 30 daga bið. Eins og margoft hefur komið fram þá er pottur víða brotinn í geðheilbrigðismálum. Það er erfitt að komast á geðdeild, það er bið eftir meðferð á Vogi, það vantar úrræði fyrir fólk með fíknivanda, það er meira en árs bið eftir ADHD greiningu, það er flókið að komast að hjá sálfræðingi og það er dýrt að leita sér hjálpar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru bara brota brot af þeim hindrunum sem eru á vegi fólks sem þarf að nýta þjónustu geðheilbrigðiskerfisins. Víða um land er svo fullt af flottu fólki sem vill gera vel, gerir vel og reynir að bæta úr og koma með lausnir, en einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að leiða þau saman til samtals og finna heildstæð lausn á geðheilbrigðismálum. Þessu er hægt að breyta. Með því að kjósa Baldur Þórhallsson til forseta þá vörpum við birtu og ljósi á málaflokkinn. Á stefnuskrá Baldurs er að kalla saman allt það góða fólk sem starfar í málaflokknum, setjast niður með þeim og leita lausna. Baldur vill setja mælanleg markmið og fylgja þeim eftir. Baldur hefur sjálfur reynslu af kerfinu sem aðstandandi og eftir því sem ég kynni mér málflutning hans betur þeim mun sannfærðari er ég í þeirri trú minni að hann eigi eftir að standa við það sem hann segir. Baldur hefur alla tíð verið maður sátta og samtals. Hann hafði til dæmis milligöngu um sættir milli Þjóðkirkjunnar og hinsegin samfélagsins og Samtakanna ’78. Ég trúi því að Baldur muni vinna svipað afrek þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Baldur er heiðarlegur, úrræðagóður og hlustar til að skilja og hann einblínir á lausnir fremur en vandamálin. Við sem þekkjum til geðheilbrigðismála af eigin raun vitum hversu mikilvægt það er að leysa úr þeim flækjum sem þar blasa við. Við þurfum á manni eins og Baldri að halda til að greiða úr þessum flækum. Kjósum Baldur á Bessastaði og tökum höndum saman um að gera þessa þjóð að fyrirmynd annarra þjóða í málaflokknum. Þannig getum við haft áhrif á geðheilsu fólks, bæði hér heima og um heim allan. Höfundur er viðurkenndur Markþjálfi og einlægur stuðningsmaður Baldurs.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar