Sund og Halla Hrund Valdimar Tr. Hafstein skrifar 30. maí 2024 07:02 Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun