Það er einfalt að vera kosningastjóri Höllu Tómasdóttur Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:31 Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun