Hansi Flick formlega staðfestur sem stjóri Barcelona Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 12:04 Hansi Flick náði ótrúlegum árangri í starfi hjá Bayern Munchen og vonast til að leika það eftir hjá spænska stórveldinu. vísir/getty Barcelona hefur staðfest ráðningu Hansi Flick sem nýjan þjálfara liðsins eftir að Xavi Hernandéz var sagt upp störfum á dögunum. Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári. Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári.
Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira