Hansi Flick formlega staðfestur sem stjóri Barcelona Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 12:04 Hansi Flick náði ótrúlegum árangri í starfi hjá Bayern Munchen og vonast til að leika það eftir hjá spænska stórveldinu. vísir/getty Barcelona hefur staðfest ráðningu Hansi Flick sem nýjan þjálfara liðsins eftir að Xavi Hernandéz var sagt upp störfum á dögunum. Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári. Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári.
Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira