Kaldhæðni Katrínar Kristján Hreinsson skrifar 29. maí 2024 12:16 Hvar í veröldinni ætli það geti gerst – annars staðar en á Íslandi – að kosningaskrifstofu forsetaframbjóðanda er stýrt af manni sem stjórnar jafnframt fyrirtæki sem sér um skoðanakannanir fyrir þær sömu kosningar? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að gullfiskaminni þegnanna breytir slóttugu svikakvendi í draumadís glæstra vona? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að vonarstjarna vinstrimanna nýtur stuðnings valdaelítu auðmagnsins og þiggur mannætufylgi íhaldsins? Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar fjöldi fólks ákveður að kjósa forsetaframbjóðanda náhirðar og skrímsladeildar, frambjóðanda laxeldismanna, frambjóðanda svikinna loforða, frambjóðanda sem með svikum við kjósendur fór í eina sæng með versta andstæðingi vinstrimanna. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar Katrín leyfir Bjarna Ben að fara á milli ráðuneyta eins og hann sé að vinna hjá einkafyrirtæki. Lindarhvollsmálið, bankasala til ættingja, undirlægja við útgerðarglæpi og annað slíkt er aflaust bara tengt skoðanafrelsi. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar nær fjórðungur íslensku þjóðarinnar styður íhaldshækju sem virðist hafa það eitt að markmiði að vernda spillingu. Ég ætla að sætta mig við þetta skoðanafrelsi, samtímis ætla ég að hafa það skoðanafrelsi sem segir mér og ykkur öllum að Katrín Jakobsdóttir mun aldrei verða minn forseti. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Í orðum mínum er engin gremja og ekkert hatur, einungis sönn og einlæg sannfæring, tilfinning sem sótt er í ljós hjartans. Það má kæra mig, sekta, fangelsa og níða. Samt mun engum manni takast að eyða stolti mínu. Ég er stoltur þegar ég segi ykkur að ég fer aldrei í lið með höfðingjasleikjum, sál mín verður aldrei til sölu og ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem núna sækir stuðning sinn til þeirra sem eru sannir óvinir skoðanafrelsis, sannir óvinir sameiningartákna þjóðarinnar og sannir óvinir lýðræðis en samtímis sannir vinir spillingar, svika og auðræðis. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem sagði mér í símtali árið 2017 að hún ætlaði að setja nýju stjórnarskrána í réttan farveg, að hún ætlaði að laga til í vaxtasukkinu, setja á hátekjuskatt og sanngjarna leigu fyrir kvótann, að hún ætlaði að létta byrðar lítilmagnans. Ég mun ekki bera virðingu fyrir konunni sem lofaði mér því að hún færi aldrei í stjórn með sjálfstæðismönnum. Allir sem sem nennt hafa að líta í kringum sig á síðustu árum vita að við getum treyst Katrínu til að svíkja loforð. Hún stekkur úr valdamesta embætti landsins með allt í rúst. Níðþungir baggar almennings, vaxtaokur, svindl og svínarí blasir við. Íslenska tungan hefur aldrei áður verið á slíkri vonarvöl sem nú um stundir. Bleikir akrar svikinna loforða til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Búið er að bjóða upp eigur u.þ.b. 14.000 fjölskyldna á Íslandi, elli- og örorkulífeyrir hefur lækkað um þriðjung. En áfram er mokað undir auðvaldið, áfram eru afskrifaðar skuldir auðmanna, áfram dafna skúffufyrirtæki kennitöluflakkara. Ég hef spurt að því margsinnis núna í aðdraganda forsetakosninga hvort fólk geti bent mér á allt þetta mikilfenglega sem Katrín Jakobsdóttir hefur gert fyrir íslenska þjóð. Ég hef ekki fengið svo mikið sem eitt einasta svar. Það eina sem fólk gerir er að væna mig um illmælgi og óhróður þegar ég held því réttilega fram að Katrín hafi verið einn versti og slóttugasti stjórnmálamaður Íslands. Katrín Jakobsdóttir á hauka í horni – alla sem hún hefur hjálpað við að gera Ísland að landi einkavæðingar og auðmagnseigenda. Fyrrum drottning vinstrimanna er í dag peð á vígvelli auðvaldsins. Hin siðblinda hjörð vill nú leiða til Bessastaða haltan stjórnmálamann sem áður hefur gegnt því hlutverki að vera íhaldshækja. Nú á að tryggja að bankar, Landsvirkjun og annað sem auðmenn ásælast, fari til þeirra sem auðinn hafa. Katrín mun áfram veita auðjöfrunum sitt lið. Kaldhæðni Katrínar birtist í lygavef sem er í dag orðinn að hlægilegri hetjudáð hjá klappstýrum siðleysis við skotgrafir skinhelginnar, þar sem sálir eru til sölu. Hið merkilega er þó að virðing er ekki söluvara. Þeir eru samt margir sem telja að svo sé, vegna þess að enginn þarf að hafa í sér döngun til að vera óbreytt lydda. Ríkisbubbar, laxveiðibubbar, kvótabubbar og aðrir bubbar sameinast um að gefa Katrínu lofurð um stuðning. Ef þeir ætluðu sér virkilega að fara að ráðum hennar þá myndu þeir svíkja þau loforð þegar í kjörklefann kemur. Að mati siðblindingjanna þætti það hinn besti kostur. Margur þarf að minnast á meinsemdir og fleira en sannleikurinn særir þá sem síst hann vilja heyra. Höfundur er skáld og heimspekingur sem býr í Mílanó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvar í veröldinni ætli það geti gerst – annars staðar en á Íslandi – að kosningaskrifstofu forsetaframbjóðanda er stýrt af manni sem stjórnar jafnframt fyrirtæki sem sér um skoðanakannanir fyrir þær sömu kosningar? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að gullfiskaminni þegnanna breytir slóttugu svikakvendi í draumadís glæstra vona? Hvar í veröldinni – annars staðar en á Íslandi – getur það gerst að vonarstjarna vinstrimanna nýtur stuðnings valdaelítu auðmagnsins og þiggur mannætufylgi íhaldsins? Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar fjöldi fólks ákveður að kjósa forsetaframbjóðanda náhirðar og skrímsladeildar, frambjóðanda laxeldismanna, frambjóðanda svikinna loforða, frambjóðanda sem með svikum við kjósendur fór í eina sæng með versta andstæðingi vinstrimanna. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar Katrín leyfir Bjarna Ben að fara á milli ráðuneyta eins og hann sé að vinna hjá einkafyrirtæki. Lindarhvollsmálið, bankasala til ættingja, undirlægja við útgerðarglæpi og annað slíkt er aflaust bara tengt skoðanafrelsi. Við getum kallað það skoðanafrelsi þegar nær fjórðungur íslensku þjóðarinnar styður íhaldshækju sem virðist hafa það eitt að markmiði að vernda spillingu. Ég ætla að sætta mig við þetta skoðanafrelsi, samtímis ætla ég að hafa það skoðanafrelsi sem segir mér og ykkur öllum að Katrín Jakobsdóttir mun aldrei verða minn forseti. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Í orðum mínum er engin gremja og ekkert hatur, einungis sönn og einlæg sannfæring, tilfinning sem sótt er í ljós hjartans. Það má kæra mig, sekta, fangelsa og níða. Samt mun engum manni takast að eyða stolti mínu. Ég er stoltur þegar ég segi ykkur að ég fer aldrei í lið með höfðingjasleikjum, sál mín verður aldrei til sölu og ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem núna sækir stuðning sinn til þeirra sem eru sannir óvinir skoðanafrelsis, sannir óvinir sameiningartákna þjóðarinnar og sannir óvinir lýðræðis en samtímis sannir vinir spillingar, svika og auðræðis. Ég mun aldrei bera virðingu fyrir konunni sem sagði mér í símtali árið 2017 að hún ætlaði að setja nýju stjórnarskrána í réttan farveg, að hún ætlaði að laga til í vaxtasukkinu, setja á hátekjuskatt og sanngjarna leigu fyrir kvótann, að hún ætlaði að létta byrðar lítilmagnans. Ég mun ekki bera virðingu fyrir konunni sem lofaði mér því að hún færi aldrei í stjórn með sjálfstæðismönnum. Allir sem sem nennt hafa að líta í kringum sig á síðustu árum vita að við getum treyst Katrínu til að svíkja loforð. Hún stekkur úr valdamesta embætti landsins með allt í rúst. Níðþungir baggar almennings, vaxtaokur, svindl og svínarí blasir við. Íslenska tungan hefur aldrei áður verið á slíkri vonarvöl sem nú um stundir. Bleikir akrar svikinna loforða til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. Búið er að bjóða upp eigur u.þ.b. 14.000 fjölskyldna á Íslandi, elli- og örorkulífeyrir hefur lækkað um þriðjung. En áfram er mokað undir auðvaldið, áfram eru afskrifaðar skuldir auðmanna, áfram dafna skúffufyrirtæki kennitöluflakkara. Ég hef spurt að því margsinnis núna í aðdraganda forsetakosninga hvort fólk geti bent mér á allt þetta mikilfenglega sem Katrín Jakobsdóttir hefur gert fyrir íslenska þjóð. Ég hef ekki fengið svo mikið sem eitt einasta svar. Það eina sem fólk gerir er að væna mig um illmælgi og óhróður þegar ég held því réttilega fram að Katrín hafi verið einn versti og slóttugasti stjórnmálamaður Íslands. Katrín Jakobsdóttir á hauka í horni – alla sem hún hefur hjálpað við að gera Ísland að landi einkavæðingar og auðmagnseigenda. Fyrrum drottning vinstrimanna er í dag peð á vígvelli auðvaldsins. Hin siðblinda hjörð vill nú leiða til Bessastaða haltan stjórnmálamann sem áður hefur gegnt því hlutverki að vera íhaldshækja. Nú á að tryggja að bankar, Landsvirkjun og annað sem auðmenn ásælast, fari til þeirra sem auðinn hafa. Katrín mun áfram veita auðjöfrunum sitt lið. Kaldhæðni Katrínar birtist í lygavef sem er í dag orðinn að hlægilegri hetjudáð hjá klappstýrum siðleysis við skotgrafir skinhelginnar, þar sem sálir eru til sölu. Hið merkilega er þó að virðing er ekki söluvara. Þeir eru samt margir sem telja að svo sé, vegna þess að enginn þarf að hafa í sér döngun til að vera óbreytt lydda. Ríkisbubbar, laxveiðibubbar, kvótabubbar og aðrir bubbar sameinast um að gefa Katrínu lofurð um stuðning. Ef þeir ætluðu sér virkilega að fara að ráðum hennar þá myndu þeir svíkja þau loforð þegar í kjörklefann kemur. Að mati siðblindingjanna þætti það hinn besti kostur. Margur þarf að minnast á meinsemdir og fleira en sannleikurinn særir þá sem síst hann vilja heyra. Höfundur er skáld og heimspekingur sem býr í Mílanó.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun