Lífið

Af vængjum fram: Eins og í bíó­mynd þegar þau byrjuðu loksins saman

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Helga lét ekki deigan síga og smakkaði allar sósurnar.
Helga lét ekki deigan síga og smakkaði allar sósurnar. Vísir

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi var alin upp við að borða sterkan mat og kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hún lýsir því þegar hún hitti æskuástina í fyrsta sinn og hvernig þau felldu hugi loksins saman eftir nokkurra ára brottgenga byrjun.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tíunda og næstsíðasta þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli.

Eina „húðflúrið“ meira en nóg

Í þættinum fer Helga yfir víðan völl. Hún ræðir ástæður þess að hún er í framboði, segist vilja setja þjóðina á stall en ekki forsetann. Hún ræðir líka árin í Brussel og í Frakklandi og starf sitt hjá Persónuvernd. Helga var ekki á samfélagsmiðlum fyrr en baráttan hófst. 

Helga ræðir uppvaxtarárin og æskuástina sína, Theodór Jóhannsson sem hún hefur verið gift í rúm þrjátíu ár. Þau eiga heimili saman í Fossvogi, eiga þrjú börn og hafa átt hunda í sautján ár. 

Hún lýsir stundinni þegar þau kynntust fyrst í menntaskóla, höfðu áhuga á hvort öðru án þess þó að fella hugi saman, enda bæði feimin. Helga lýsir skemmtilegum tíma, brottgengri byrjun sem hafi tekið nokkur ár, þar sem allt small þó saman að lokum, líkt og í bíómynd. Þá ræðir Helga eina „húðflúrið“ sem hún mun nokkurn tímann fá sér og ást eigimannsins á sterkum mat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×