Lífið samstarf

Um tvö­hundruð bækur komnar út á árinu - sumarbókavikan hefst í dag

FÍBÚT
Nýir titlar hlaupa á tugum í hverjum flokki og heildarfjöldi útgefinna bóka það sem af er ári nálgast annað hundraðið. Bókaunnendur eiga því gott sumar framundan.
Nýir titlar hlaupa á tugum í hverjum flokki og heildarfjöldi útgefinna bóka það sem af er ári nálgast annað hundraðið. Bókaunnendur eiga því gott sumar framundan.

Sumarbókavikan hefst í dag, splunkunýtt átak Félags íslenskra bókaútgefenda til að efla sumarlestur Íslendinga. Rétt um tvöhundruð nýjar bækur hafa komið út það sem af er ári.

„Fjöldi nýrra bóka kom meira að segja okkur sem störfum í bókaútgáfu á óvart og ekki síður fjölbreytnin. Þetta eru nánast allt frumútgáfur, fyrir utan nokkrar kiljur vinsælla skáldverka sem komu út á síðasta ári, og í öllum flokkum,” segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félagsins íslenskra bókaútgefenda hvetur fólk til að setja sér lestrarmarkmið í sumar og tala um bækur hvenær sem tækifæri gefst.Vilhelm

Á bokatidindi.is er verið að safna saman öllum bókum sem komu út 2024 og skipta þær tugum í flokkum barna- og unglingabóka, fræði- og handbóka, þýddra skáldverka og ljóða og íslenskra skáldverka og ljóða. Bókaunnendur eiga því heldur betur gott sumar í vændum og hvetur Heiðar Ingi fólk til þess að setja sér lestrarmarkmið og tala um bækur hvenær sem tækifæri gefst.

Nýjar glæpasögur hlaupa á tugum í bókabúðum fyrir sumarið.

„Nú er forsetakosningunum lokið og þá er upplagt að fara að tala um eitthvað annað, það skiptir máli að tala um bækur og halda bókum sérstaklega að börnum. Bækur eru falleg sumargjöf og það jafnast fátt á við að sitja úti í náttúrunni og lesa bók, það á varla við að lesa af tölvuskjá meðan fuglarnir syngja, ég sé það að minnsta kosti ekki fyrir mér."

Það skiptir máli að halda bókum að börnum og tala um bækur við þau.

Hvernig bækur lesum við á sumrin?

Heiðar segir lesefnið gjarnan örlítið léttara en yfir vetrarmánuðina en ef litið er til þess hve breiddin er mikil í ár þá er hreint ekki bara afþreyingu að finna í nýjum útgáfum eins og glæpi, rómans eða afturhvarf til fortíðar heldur eru nýjar skáldsögur eftir nýja íslenska höfunda sem taka á samfélagsmálum fyrirferðarmiklar. Sem dæmi má nefna bókina Mennsku eftir leikarann Bjarna Snæbjörnsson og þá eru margar ljóðabækur á listanum, ljóðið lifir því enn þrátt fyrir spár um annað eða hvað?

Nýjar frumútgáfur og þýdd ljóð eru virkilega spennandi á leslista sumarsins.

„Dauði ljóðabóka og reyndar ýmissa tegunda bóka hefur verið spáð, oft. Til dæmis matreiðslubóka nú þegar hægt er að gúggla uppskriftir og afhverju þurfum við lífsstílsbækur þegar við höfum hlaðvörp og afþreyingarbókmenntir þegar við höfum sjónvarp?

Einhvernvegin er það nú samt þannig bókin virðist vera ágætur miðill til að miðla þessu öllu og breiddin núna sýnir að bókin lifir góðu og blómlegu lífi. Bækur hafa alltaf gildi."
Alvöru rómantík á alltaf við á björtum sumarkvöldum.

Lífsstílsbækur, handbækur og fræðirit skipta einmitt tugum á útgáfulistanum og má þar til dæmis nefna bækur um ADHD, handbækur um heilsu og jóga. Áhugi á slíkum bókum er því síst á undanhaldi.

Á sumrin gefst góður tími til að sökkva sér í áhugaverðar handbækur og fræðirit 

Bók í fríið hvert sem ferðinni er heitið

Það er vel þekkt að kaupa bók á flugvellinum þegar við erum á leið í frí til útlanda og í flugvélum sést fólk oftar en ekki fletta brakandi nýrri bók. Það er líka oft skemmtilegt að detta niður á bók sem tengist staðnum sem á að heimsækja. En það þarf ekki að fara til útlanda til þess að tilefni skapist til að kaupa sér bók segir Heiðar Ingi.

„Fólk skreppur bara út í næstu bókabúð núna og þá kemst það í allt þetta úrval af nýjum bókum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×