„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:51 Ásbjörn Friðriksson hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH, með þrettán ára millibili. vísir/diego Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011. „Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip. Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip.
Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06