„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:51 Ásbjörn Friðriksson hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH, með þrettán ára millibili. vísir/diego Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011. „Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip. Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
„Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip.
Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06