Reiði samfélags 2.0 Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:31 Reiði heils samfélags er bæði heillandi og ógnvekjandi. Það er ekki oft sem atburðir gerast sem leiða til slíkrar reiði, en af og til þá blossar hún upp. Það er líka fremur fátítt að eintaklingum tekst að vera orsök slíkrar reiði, en svei mér þá ef það eru ekki tveir einstaklingar, á þessum stað, á þessum tíma, sem hafa náð á stuttum tíma að kalla fram slíka reiði. Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Við viljum ekki tala um reiðina. Það skilja allir þá ákvörðun. Um leið og reiðin ber upp á góma þá lítum við undan, dreifum huganum að einhverju öðru, í svona, já humm viðhorfi, sem færir þann sem hefur opnað munninn í hlutverk vandræðagemsis. En jæja nú ætla ég að halda áfram að tala um reiðina. Ef þið viljið lesa fyrri grein mina um málið, þó það sé engan veginn nauðsynlegt, þá má finna þá grein hér. Ég tók upp á því um daginn að gera lista yfir allt það sem kallar fram reiði í mínu tilfinningalífi. Því það er víst eitthvað sem maður gerir þegar maður er stefnufastur í því að gera líf sitt hamingjuríkt. Verkefnið er ekkert flókið. Bara að lista hluti niður, veita sér smá tíma og rými til að melta hver sé undirliggjandi þáttur fyrir reiðinni og skoða svo hvort ekki sé hægt að setja sátt í það hvernig hlutir hafa þróast. Maður hendir smá fyrirgefningu inn á bálið og gefur sjálfum sér skilning, umhyggju og ást. Gott er líka að finna lausnir til breytinga ef maður telur að svipaðar aðstæður séu eftir að koma upp aftur, og aftur, og aftur, og aftur, já og kannski bara enn og aftur. Þessi listi er ástæða mín fyrir þessari grein, því einhverra hluta vegna þá enduðu Katrín og Bjarni bæði þarna á listanum mínum. Spurningin kom upp, af hverju ég hef leyft þeim að hafa þau völd yfir mér, árum saman, að setja mig í skap fullt af pirring og reiði. Þetta var mér smá óskiljanlegt því það er ekki eins og ég þekki þau tvö persónulega. Sé þau í mesta lagi í fréttum svona af og til. Fyrsta hugsun mín var að ástæðan lægi í þeirri umhyggju sem mér finnst skorta í þeirra verkefnum fyrir samfélagið. Aftur og aftur hafa ákvarðanir verið teknar sem virðast dansa dans við almenna siðferðiskennd okkar, flestallra. Samkvæmt minni tilfinningu og skilning. En svo fór ég að velta þessu aðeins nánar fyrir mér. Því tilfinningalegt jafnvægi er mér mjög mikilvægt. Sú hugsun ásótti mig, af hverju ætti ég að láta eitthvað sem ég get ekki stjórnað draga mig úr andartaki jafnvægis? Af hverju er ég að láta minn skilning á velferð samfélags ýfa upp reiðina? Hvað er það eiginlega? Er ég að sannfæra sjálfa mig um að ég sé betri manneskja með því að taka inn á mig skynjaðan almennan vandræðagang í stjórnun þjóðfélags. Tek ég það svo nærri mér að ekki sé rétt komið fram við alla, því ég er komin á þann stað í mínu lífi þar sem ég meðtek það að fullu að við séum öll eitt, og að eitt sé allt. En, æi, bara, nei. Ef ég væri svo heilsteypt þá væri ég pottþétt ekki að finna til reiði vegna einhvers fólks útíbæ. Mér kom það til hugar að ástæðan gæti legið dýpra undir. Ég fór að setja sama sem merki á þetta og viðurkenndra greininga um áföll. Atburðir liðinna tíma geta haft áhrif á tilfinningalíf manns, þegar svipaðar aðstæður koma upp seinna meir. Dæmi um slíkt er þegar maður er að aka um í umferðinni og einhver annar tekur glæsilega beygju fyrir framan mann. Svo ógnandi að manni bregður verulega við. Það eru eðlileg viðbrögð að opna munninn og segja, Óóó Jesús, en keyra svo bara áfram í sinni ró, vitandi það að maður náði að höndla aðstæður. En manneskja sem hefur lent í slæmu bílslysi vegna svipaðs atviks, gæti tekið atvikið mun meira nærri sér. Minningar vegna fyrra atviks lita þá viðbrögð hennar vegna aðstæðna og hún gæti m.a. orðið mjög reið. (Ef þið viljið lesa ykkur meira til um viðbrögð vegna áfalla þá má finna ágætis grein hér.) Svo mín spurning er, gæti ég verið að yfirfæra áföll mín frá fyrri tímum yfir á Katrínu og Bjarna? Þau atvik þar sem maður hefur upplifað óréttlæti, valdníðslu og litla samúð. Bældi ég niður reiðina þá? Leyfði ég mér ekki að finna fyrir henni þá, sem er svo að koma mér um koll nú. Í mínu tilfinningalífi þá er ég búin að tengja saman óákjósanlega hegðan við andlit þeirra. Er ég í alvörunni nú að endurvekja áföll fyrri tíma í hvert einasta skipti sem ég ber andlit þeirra tveggja fyrir augum mér? Því áföll fyrri tíma sem setjast inn í taugakerfið manns eiga það til að brjótast út með furðulegum hætti. Er þetta ástæða fyrir þeirri djúpri reiði sem ég hef borið í garð Katrínar og Bjarna? Já, ef svo er þá ekki lengur, takk fyrir. Því heilunin kemur með skilningnum. Og ég ætla mér ekki að láta eitthvað fólk út í bæ, stjórnast með mínar tilfinningar. Lífið er ekki alltaf fallegt og ég er viss um að við flest öll getum nefnt milljón sögur. En höfum við öll unnið úr þeim sögum þar sem sögurnar urðu ekki bara sögur? Þar sem sögurnar urðu að litlum og stórum áföllum. Ég sé reiði ykkar þarna úti og að mínu mati þá er hún að fullu réttlætanleg. Katrín og Bjarni hafa ekki enn tekið ábyrgð á verkum sem hafa í augum margra dansað í kringum siðleysið. En getur verið að reiði einhverra þarna úti sé til komin eins og hjá mér, þ.e. ekki vegna verk og verkleysis Katrínar og Bjarna? Ef svo er þá langar mér til að færa mitt á vogarskálarnar fyrir heilunina. Það gæti verið kominn tími til að sýna hugrekki og horfast í augu við fortíðina. Það gæti verið kominn tími til að láta ófallegt fólk út í bæ ekki lengur, stjórnast með ykkar tilfinningalíf. Og hvað ætla ég að kjósa? Ja, ekki Katrínu. Hún hefur að mínu mati ekki tekið neina ábyrgð á dansinum við sína hegðan. Er það nokkuð? En ég ætla mér ekki að vera reið út af því. Ég ætla mér bara ekki að kjósa hana. Já svei mér þá, ætli ég velji ekki bara vin okkar hann Jón. Því hann gaf mér þá gjöf að fjölga sér. Og inn á deildinni minni á leikskólanum er þetta yndislega, fjöruga, kærleiksríka og káta afabarn, sem gerði það með svo auðveldum hætti að sigra hjarta mitt. Slíka gjöf ber að verðlauna með brosi. Er það ekki bara betri ástæða en margar aðrar? Takk fyrir lesturinn, elsku lesandi góður. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Reiði heils samfélags er bæði heillandi og ógnvekjandi. Það er ekki oft sem atburðir gerast sem leiða til slíkrar reiði, en af og til þá blossar hún upp. Það er líka fremur fátítt að eintaklingum tekst að vera orsök slíkrar reiði, en svei mér þá ef það eru ekki tveir einstaklingar, á þessum stað, á þessum tíma, sem hafa náð á stuttum tíma að kalla fram slíka reiði. Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Við viljum ekki tala um reiðina. Það skilja allir þá ákvörðun. Um leið og reiðin ber upp á góma þá lítum við undan, dreifum huganum að einhverju öðru, í svona, já humm viðhorfi, sem færir þann sem hefur opnað munninn í hlutverk vandræðagemsis. En jæja nú ætla ég að halda áfram að tala um reiðina. Ef þið viljið lesa fyrri grein mina um málið, þó það sé engan veginn nauðsynlegt, þá má finna þá grein hér. Ég tók upp á því um daginn að gera lista yfir allt það sem kallar fram reiði í mínu tilfinningalífi. Því það er víst eitthvað sem maður gerir þegar maður er stefnufastur í því að gera líf sitt hamingjuríkt. Verkefnið er ekkert flókið. Bara að lista hluti niður, veita sér smá tíma og rými til að melta hver sé undirliggjandi þáttur fyrir reiðinni og skoða svo hvort ekki sé hægt að setja sátt í það hvernig hlutir hafa þróast. Maður hendir smá fyrirgefningu inn á bálið og gefur sjálfum sér skilning, umhyggju og ást. Gott er líka að finna lausnir til breytinga ef maður telur að svipaðar aðstæður séu eftir að koma upp aftur, og aftur, og aftur, og aftur, já og kannski bara enn og aftur. Þessi listi er ástæða mín fyrir þessari grein, því einhverra hluta vegna þá enduðu Katrín og Bjarni bæði þarna á listanum mínum. Spurningin kom upp, af hverju ég hef leyft þeim að hafa þau völd yfir mér, árum saman, að setja mig í skap fullt af pirring og reiði. Þetta var mér smá óskiljanlegt því það er ekki eins og ég þekki þau tvö persónulega. Sé þau í mesta lagi í fréttum svona af og til. Fyrsta hugsun mín var að ástæðan lægi í þeirri umhyggju sem mér finnst skorta í þeirra verkefnum fyrir samfélagið. Aftur og aftur hafa ákvarðanir verið teknar sem virðast dansa dans við almenna siðferðiskennd okkar, flestallra. Samkvæmt minni tilfinningu og skilning. En svo fór ég að velta þessu aðeins nánar fyrir mér. Því tilfinningalegt jafnvægi er mér mjög mikilvægt. Sú hugsun ásótti mig, af hverju ætti ég að láta eitthvað sem ég get ekki stjórnað draga mig úr andartaki jafnvægis? Af hverju er ég að láta minn skilning á velferð samfélags ýfa upp reiðina? Hvað er það eiginlega? Er ég að sannfæra sjálfa mig um að ég sé betri manneskja með því að taka inn á mig skynjaðan almennan vandræðagang í stjórnun þjóðfélags. Tek ég það svo nærri mér að ekki sé rétt komið fram við alla, því ég er komin á þann stað í mínu lífi þar sem ég meðtek það að fullu að við séum öll eitt, og að eitt sé allt. En, æi, bara, nei. Ef ég væri svo heilsteypt þá væri ég pottþétt ekki að finna til reiði vegna einhvers fólks útíbæ. Mér kom það til hugar að ástæðan gæti legið dýpra undir. Ég fór að setja sama sem merki á þetta og viðurkenndra greininga um áföll. Atburðir liðinna tíma geta haft áhrif á tilfinningalíf manns, þegar svipaðar aðstæður koma upp seinna meir. Dæmi um slíkt er þegar maður er að aka um í umferðinni og einhver annar tekur glæsilega beygju fyrir framan mann. Svo ógnandi að manni bregður verulega við. Það eru eðlileg viðbrögð að opna munninn og segja, Óóó Jesús, en keyra svo bara áfram í sinni ró, vitandi það að maður náði að höndla aðstæður. En manneskja sem hefur lent í slæmu bílslysi vegna svipaðs atviks, gæti tekið atvikið mun meira nærri sér. Minningar vegna fyrra atviks lita þá viðbrögð hennar vegna aðstæðna og hún gæti m.a. orðið mjög reið. (Ef þið viljið lesa ykkur meira til um viðbrögð vegna áfalla þá má finna ágætis grein hér.) Svo mín spurning er, gæti ég verið að yfirfæra áföll mín frá fyrri tímum yfir á Katrínu og Bjarna? Þau atvik þar sem maður hefur upplifað óréttlæti, valdníðslu og litla samúð. Bældi ég niður reiðina þá? Leyfði ég mér ekki að finna fyrir henni þá, sem er svo að koma mér um koll nú. Í mínu tilfinningalífi þá er ég búin að tengja saman óákjósanlega hegðan við andlit þeirra. Er ég í alvörunni nú að endurvekja áföll fyrri tíma í hvert einasta skipti sem ég ber andlit þeirra tveggja fyrir augum mér? Því áföll fyrri tíma sem setjast inn í taugakerfið manns eiga það til að brjótast út með furðulegum hætti. Er þetta ástæða fyrir þeirri djúpri reiði sem ég hef borið í garð Katrínar og Bjarna? Já, ef svo er þá ekki lengur, takk fyrir. Því heilunin kemur með skilningnum. Og ég ætla mér ekki að láta eitthvað fólk út í bæ, stjórnast með mínar tilfinningar. Lífið er ekki alltaf fallegt og ég er viss um að við flest öll getum nefnt milljón sögur. En höfum við öll unnið úr þeim sögum þar sem sögurnar urðu ekki bara sögur? Þar sem sögurnar urðu að litlum og stórum áföllum. Ég sé reiði ykkar þarna úti og að mínu mati þá er hún að fullu réttlætanleg. Katrín og Bjarni hafa ekki enn tekið ábyrgð á verkum sem hafa í augum margra dansað í kringum siðleysið. En getur verið að reiði einhverra þarna úti sé til komin eins og hjá mér, þ.e. ekki vegna verk og verkleysis Katrínar og Bjarna? Ef svo er þá langar mér til að færa mitt á vogarskálarnar fyrir heilunina. Það gæti verið kominn tími til að sýna hugrekki og horfast í augu við fortíðina. Það gæti verið kominn tími til að láta ófallegt fólk út í bæ ekki lengur, stjórnast með ykkar tilfinningalíf. Og hvað ætla ég að kjósa? Ja, ekki Katrínu. Hún hefur að mínu mati ekki tekið neina ábyrgð á dansinum við sína hegðan. Er það nokkuð? En ég ætla mér ekki að vera reið út af því. Ég ætla mér bara ekki að kjósa hana. Já svei mér þá, ætli ég velji ekki bara vin okkar hann Jón. Því hann gaf mér þá gjöf að fjölga sér. Og inn á deildinni minni á leikskólanum er þetta yndislega, fjöruga, kærleiksríka og káta afabarn, sem gerði það með svo auðveldum hætti að sigra hjarta mitt. Slíka gjöf ber að verðlauna með brosi. Er það ekki bara betri ástæða en margar aðrar? Takk fyrir lesturinn, elsku lesandi góður. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar