Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:46 Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun