Að fortíð skal hyggja Guðrún Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:16 Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti. Áberandi fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og úr ólíkustu þjóðfélagshópum. Þar á meðal ágætis vinir mínir. Einhvern veginn hef ég alltaf trúað því að besti mælikvarðinn á framtíðarhegðun fólks væri hvernig það hefði hagað sér í fortíðinni. Fyrrverandi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að hafa leitt stjórnina sem var sannarlega gagnrýniverð og gekk í berhögg við það sem VG þóttist standa fyrir. Ég upplifi merkilega þögn og ósýnileika frá mörgum þeim sem ég veit að eru sammála mér, en veigra sér við að segja það upphátt. Ég upplifi hreinlega hræðslu hugrakkra femínista, heitra náttúruverndarsinna og annarra mannréttindafrömuða við að opinbera sig og það er alveg nýtt fyrir mér en ég reyni að skilja það. Getur það verið vegna þess að það er við svo öflugan og ráðandi hóp að etja og málflutningur þeirra hefur náð í gegn? Að málefnaleg umræða eigi að snúast eingöngu um að halda fram kostum eigin frambjóðenda, en hallmæla undir engum kringumstæðum öðrum frambjóðendum? Þau sem orði það að þau vilji ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði séu sjálfkrafa vont fólk með ómálefnalegan hatursáróður og minnimáttarkennd? Ansi hávær kór fólks sem venjulega er í sama liði og við sem erum ósammála. Þess vegna er hætt við að málin verði persónuleg og að fólk óttist að verða útilokað úr hópi vina, ættingja eða samstarfsfólks. Ég lít á þetta sem gaslýsingu og ég neita að undirgangast hana. Gaslýsing er áhrifamikið ofbeldisform sem margir eru ómeðvitaðir um, bæði þau sem beita henni og þau sem verða fyrir henni. Hún byggist á því að ef fólk sem beitt er einhvers konar kúgun eða rangindum kvartar undan því, er því talin trú um að engin rangindi hafi átt sér stað, heldur sé um ímyndun eða rangtúlkun þolandans að ræða. Heppnist hún fer þolandinn að efast um eigin dómgreind. Þegar stórir og valdamiklir hópar sameinast um að beita hópgaslýsingu verður hún svo áhrifamikil að hún þaggar auðveldlega niður í fjölda manns. Ég gæti nefnt mörg dæmi um gaslýsingar á samfélagsmiðlum undanfarið, þau eru augljós ef fólk þekkir fyrirbærið. Það sem er óvenjulegt er að hópamyndanirnar eru óhefðbundnar. Ég skrifa þetta til umhugsunar fyrir þau sem hafa fundið fyrir óþægindunum sem fylgja því að þegja þó þau langi til þess að tjá sig. Ég áfellist ykkur ekki, en bendi bara á öflin sem eru í gangi og að við erum mörg sem höfum dröslast með þessar tilfinningar. Ég segi það upphátt að ég vil ekki fyrrum forsætisráðherra á Bessastaði. Það hefur ekkert með hatur, illkvittni eða minnimáttarkennd að gera, heldur heilbrigða skynsemi og réttlætiskennd. Ég vil forseta sem þjóðin getur treyst, sameinast um og verið stolt af. Sjálf ætla ég að kjósa Höllu Hrund. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun