Útlit fyrir 200 milljón króna kostnaðarsamlegð á árinu hjá Skaga
Forstjóri Skaga sagði að viðsnúningur í rekstri VÍS á síðasta ári hafi haldið áfram á fyrsta ársfjórðungi og fjármálastarfsemi hafi farið vel af stað á árinu. Útlit sé fyrir að kostnaðarsamlegð verði rúmlega 200 milljónir króna á árinu. Að sama skapi gangi tekjusamlegð vel.
Tengdar fréttir
Á „erfitt með að sjá“ að fjármálastarfsemi Skaga vaxi jafn hratt og stefnt sé að
Hlutabréfagreinandi á „erfitt með að sjá“ hvernig tekjur af fjármálastarfsemi Skaga geti numið fjórum milljörðum króna árið 2026 og þannig tæplega fjórfaldast á fáeinum árum. Hann er jafnframt ekki sannfærður um að samlegð með tryggingarekstri og rekstri fjárfestingarbanka sé jafn mikil stjórnendur Skaga telja.
Undantekning að samspil trygginga- og fjármálastarfsemi „gangi ekki vel“
Forstjóri Skaga, móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar, segist sjá mikil tækifæri í samþættingu í tryggingafélagsins við fjármálstarfsemi. Reynslan hérlendis og alþjóðlega sýni að slíkt samspil sé farsælt. „Það heyrir heldur til undantekninga að slíkt samspil gangi ekki vel.“
Spá töluverðum rekstrarbata hjá VÍS
Greiningafyrirtækið Jakobsson Capital reiknar með töluverðum rekstrarbata hjá VÍS á árinu 2024. „Það er gert ráð fyrir lægra kostnaðarhlutfalli en töluverður kostnaður var í ár vegna sameiningar og annarra einskiptisliða. Sömuleiðis ætti toppi hagsveiflunnar að verða náð. Allt útlit er fyrir að það hægist á verðbólgunni sem mun hjálpa til við að lækka tjónahlutfallið. Iðgjöld dagsins í dag eru til að tryggja tjón framtíðar,“ segir í verðmati.