Ég ætla að brjóta blað - Ég kýs Baldur! Þórður Vilberg Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 17:31 Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins. Í þessum hópi er þó einn aðili sem ég tel að skeri sig úr – og fyrir því eru nokkrar ástæður. Frá því að Baldur Þórhallsson kynnti um framboð sitt í mars hef ég verið sannfærður um að þar sé á ferðinni einstaklingur sem mun valda þessu mikilvæga embætti vel. Þjóðin hefur á undanförnum vikum fengið að kynnast Baldri betur og eiginmanni hans Felix Bergsyni, mannkostum þeirra beggja og ég er sannfærður um að framganga þeirra að undanförnu hefur heillað marga. „Til að lækna hatur, er best að nota ást“ Þannig sungu Gunni og Felix í lagi Felixar og Jóns Ólafssonar „Við skulum ekki rífast“ frá árinu 2002. Þessi setning hefur svo oft komið upp í hugan að undanförnu þegar ég hef hugsað til þeirrar óvægnu umfjöllunar sem komið hefur upp um Baldur vegna kynhneigðar hans í þessari kosningabaráttu. Það hefur ítrekað verið ómaklega ráðist að persónu Baldurs og Felixar og þeir opinberlega smánaðir á grundvelli kynhneigðar sinnar. Baldur hefur þurft sitja undir því að svara spurningum „virtra“ fjölmiðla um einkalíf sitt, sem í sumum tilfellum hafa verið yfirfullar af fordómum. Baldur hefur óhræddur tekist á við þessa miklu áskorun, haldið ró sinni og svarað spurningum málefnalega, en þó af nauðsynlegri festu og hvergi kvikað. Framganga hans undir þessu hefur verið án öfga eða gífuryrða, hann veit að samtal og fræðsla er öflugsta leiðin til að uppræta fordóma og besta leiðin til að nálgast hatrið er ást. Baldur hefur einn frambjóðenda talað með skýrum hætti fyrir mikilvægi þess að Forseti Íslands beiti sér á öflugan hátt fyrir mannréttindum og leggi sitt lóð á vogarskálarnar til leiðrétta þá leiðu öfugþróun sem orðið hefur í mannréttindum í heiminum upp á síðkastið. Sem samkynhneigður einstaklingur þekkir Baldur baráttu fyrir mannréttindum vel, enda hefur hann þurft að standa í að berjast fyrir sínum eigin réttindum, sem og réttindum fjölskyldu sinnar. Hann er ekki að gera þetta í fyrsta skipti núna. Baldur brennur fyrir mannréttindum, og það sem mikilvægast er að hann mun óhræddur beita sér fyrir þeim hvar og hvenær sem er og hann mun gera það á þann hátt sem sómi er að. Það er mikilvægt að við Íslendingar, og heimurinn allur, eignumst öflugan málsvara í þessum efnum. Af öllum frambjóðendunum 12 hefur Baldur Þórhallsson sýnt að hann sé sá sem getur best valdið því hlutverki. Brjótum blað! Árið 1980 höfðu Íslendingar kjark, vilja og þor til að brjóta blað í sögunni þegar þeir fyrstir þjóða völdu sér konu sem þjóðhöfðingja. Vigdís Finnbogadóttir bauð óhrædd fordómum og fáfræði byrgin í þeirri kosningabaráttu og þjóðin valdi hana að lokum. Kjör hennar vakti að vonum heimsathygli og sá kraftur sem það færði í réttindabaráttu kvenna um allan heim verður seint ofmetinn. Íslendingar geta aftur brotið blað í sögunni á laugardaginn og orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að kjósa sér samkynhneigðan þjóðhöfðingja. Það eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor til að kjósa Baldur Þórhallsson til embættis Forseta Íslands. Baldur hefur, líkt og Vigdís, óhræddur boðið fordómum og fáfræði byrgin og óhræddur tekist á við það mótlæti sem honum hefur mætt. Kjör hans til forseta mun vekja heims athygli og gefa Íslendingum tækifæri til að skipa sér í fremstu röð þeirra þjóða sem vilja leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir, og standa vörð um mannréttindi allra einstaklinga. Ég ætla að velja með hjartanu á laugardaginn. Ég ætla að sýna kjark, vilja og þor. Ég ætla að brjóta blað og kjósa Baldur Þórhallsson – hann er minn forseti! Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins. Í þessum hópi er þó einn aðili sem ég tel að skeri sig úr – og fyrir því eru nokkrar ástæður. Frá því að Baldur Þórhallsson kynnti um framboð sitt í mars hef ég verið sannfærður um að þar sé á ferðinni einstaklingur sem mun valda þessu mikilvæga embætti vel. Þjóðin hefur á undanförnum vikum fengið að kynnast Baldri betur og eiginmanni hans Felix Bergsyni, mannkostum þeirra beggja og ég er sannfærður um að framganga þeirra að undanförnu hefur heillað marga. „Til að lækna hatur, er best að nota ást“ Þannig sungu Gunni og Felix í lagi Felixar og Jóns Ólafssonar „Við skulum ekki rífast“ frá árinu 2002. Þessi setning hefur svo oft komið upp í hugan að undanförnu þegar ég hef hugsað til þeirrar óvægnu umfjöllunar sem komið hefur upp um Baldur vegna kynhneigðar hans í þessari kosningabaráttu. Það hefur ítrekað verið ómaklega ráðist að persónu Baldurs og Felixar og þeir opinberlega smánaðir á grundvelli kynhneigðar sinnar. Baldur hefur þurft sitja undir því að svara spurningum „virtra“ fjölmiðla um einkalíf sitt, sem í sumum tilfellum hafa verið yfirfullar af fordómum. Baldur hefur óhræddur tekist á við þessa miklu áskorun, haldið ró sinni og svarað spurningum málefnalega, en þó af nauðsynlegri festu og hvergi kvikað. Framganga hans undir þessu hefur verið án öfga eða gífuryrða, hann veit að samtal og fræðsla er öflugsta leiðin til að uppræta fordóma og besta leiðin til að nálgast hatrið er ást. Baldur hefur einn frambjóðenda talað með skýrum hætti fyrir mikilvægi þess að Forseti Íslands beiti sér á öflugan hátt fyrir mannréttindum og leggi sitt lóð á vogarskálarnar til leiðrétta þá leiðu öfugþróun sem orðið hefur í mannréttindum í heiminum upp á síðkastið. Sem samkynhneigður einstaklingur þekkir Baldur baráttu fyrir mannréttindum vel, enda hefur hann þurft að standa í að berjast fyrir sínum eigin réttindum, sem og réttindum fjölskyldu sinnar. Hann er ekki að gera þetta í fyrsta skipti núna. Baldur brennur fyrir mannréttindum, og það sem mikilvægast er að hann mun óhræddur beita sér fyrir þeim hvar og hvenær sem er og hann mun gera það á þann hátt sem sómi er að. Það er mikilvægt að við Íslendingar, og heimurinn allur, eignumst öflugan málsvara í þessum efnum. Af öllum frambjóðendunum 12 hefur Baldur Þórhallsson sýnt að hann sé sá sem getur best valdið því hlutverki. Brjótum blað! Árið 1980 höfðu Íslendingar kjark, vilja og þor til að brjóta blað í sögunni þegar þeir fyrstir þjóða völdu sér konu sem þjóðhöfðingja. Vigdís Finnbogadóttir bauð óhrædd fordómum og fáfræði byrgin í þeirri kosningabaráttu og þjóðin valdi hana að lokum. Kjör hennar vakti að vonum heimsathygli og sá kraftur sem það færði í réttindabaráttu kvenna um allan heim verður seint ofmetinn. Íslendingar geta aftur brotið blað í sögunni á laugardaginn og orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að kjósa sér samkynhneigðan þjóðhöfðingja. Það eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor til að kjósa Baldur Þórhallsson til embættis Forseta Íslands. Baldur hefur, líkt og Vigdís, óhræddur boðið fordómum og fáfræði byrgin og óhræddur tekist á við það mótlæti sem honum hefur mætt. Kjör hans til forseta mun vekja heims athygli og gefa Íslendingum tækifæri til að skipa sér í fremstu röð þeirra þjóða sem vilja leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir, og standa vörð um mannréttindi allra einstaklinga. Ég ætla að velja með hjartanu á laugardaginn. Ég ætla að sýna kjark, vilja og þor. Ég ætla að brjóta blað og kjósa Baldur Þórhallsson – hann er minn forseti! Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar