Nokkrar staðreyndir um Ísland, Katrínu og Gaza Álfheiður Ingadóttir skrifar 31. maí 2024 11:32 Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun