Ég vil Baldur og því kýs ég Baldur Ólafur Helgi M. Ólafsson / Starína skrifar 31. maí 2024 09:30 Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun