Sport

Kol­beinn fékk nýjan and­stæðing sólar­hring fyrir bar­dagann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson er klár fyrir bardagann annað kvöld.
Kolbeinn Kristinsson er klár fyrir bardagann annað kvöld. vísir/rúnar

Atvinnuboxarinn Kolbeinn Kristinsson fékk nýjan andstæðing fyrir bardaga sinn á morgun með afar skömmum fyrirvara.

Kolbeinn átti að mæta Finnanum Mika Mielonen í bardaga um Baltic Boxing Union beltið í þunga­vigtar­flokki í ná­grenni Helsinki annað kvöld. Mielonen veiktist hins vegar skömmu fyrir bardagann og heltist úr lestinni.

Þá þurfti að finna nýjan andstæðing fyrir Kolbeinn með mjög skömmum fyrirvara og það tókst.

Kolbeinn mætir Úkraínumanninum Pavlo Krolenko annað kvöld. Hann er 36 ára og hefur tapað fjórtán af átján bardögum sínum á atvinnumannaferlinum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli.

Krolenko barðist síðast við Piotr Lacz í Póllandi í febrúar og tapaði þeim bardaga á dómaraákvörðun.

Langþráður bardagi

Kolbeinn var í viðtali í Sportpakkanum í gær þar sem hann kvaðst afar spenntur fyrir bardaganum sem átti að vera gegn Mielonen en verður nú gegn Krolenko.

„Það verður frá­bært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undir­búið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bar­daga. Þetta verður frá­bært,“ sagði Kolbeinn.

Kol­beinn hefur verið afar ó­heppinn upp á síð­kastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en rúmri viku fyrir þann bar­daga braut hann bein í baug­fingri. Hann fékk síðan annan bar­daga í upp­hafi mars braut þá bein í öðrum fingri.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×