Samherjar Hafþór Reynisson skrifar 31. maí 2024 21:00 Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun