Mike Tyson frestar bardaganum á móti Jake Paul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 10:00 Mike Tyson og Jaka Paul munu mætast bara ekki í júlí. Netflix keypti réttinn af bardaganum. @netflix Mike Tyson er ekki í ástandi til að berjast við Youtube stjörnuna Jake Paul þann 20. júlí næstkomandi og hefur því neyðst til að fresta bardaganum. Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024 Box Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024
Box Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira