Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:29 Frá Vallaskóla á Selfossi þar sem Þorgerður ætlaði að kjósa. Árborg Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni. Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni.
Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira