Slakur árangur og samskiptaleysi ástæðan fyrir brottvikningu Brynjars Björns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2024 22:30 Brynjar Björn er ekki lengur þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brottvikningar þjálfarans Brynjars Björns Gunnarssonar. Grindvíkingar segja að slakur árangur og samskiptaleysi sé ástæðan fyrir brottvikningunni. Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að knattspyrnudeild Grindavíkur hefði ákveðið að segja þjálfaranum Brynjari Birni Gunnarssyni upp störfum. Í viðtali við 433.is sagði Brynjar Björn að ástæða brottvikningarinnar væri samskipti við annan flokk félagsins. Þá hafi einnig komið upp atvik í tengslum við leik liðsins gegn Aftureldingu þar sem ungur leikmaður félagsins var ekki í hóp en leikmaðurinn er sonur háttsetts manns innan félagsins. „Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta nítjánda manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér,“ sagði Brynjar meðal annars í viðtalinu. Í frétt Fótbolti.net kom síðan fram að umræddur leikmaður væri sonur Ólafs Más Sigurðssonar sem er í stjórn knattspyrnudeildar, en Ólafur Már er bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar leikmanns Vals. Slakur árangur og samskiptaleysi Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að gengi meistaraflokks karla í upphafi móts hafi verið undir væntingum. Þá er sagt að samskiptaleysi þjálfara liðsins við leikmenn í meistaraflokki sem og 2. flokki karla sé ástæða brottvikningarinnar. „Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins.“ Ekki er ljóst hver mun taka við stjórn liðs Grindavíkur sem er í 11. sæti Lengjudeilarinnar eftir fimm umferðir. Yfirlýsing stjórar knattspyrnudeildar Grindavíkur í heild sinni: Þetta ár hefur einkennst af mörgum stórum ákvörðunum hjá okkur í knattspyrnudeildinni, m.a. þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að leggja niður allt yngri flokka starf félagsins, fyrir utan 2. og 3. flokk. Markmið og stefna félagsins eftir þann tíma hefur verið að hlúa sem best að leikmönnum sem eftir standa og fjárfesta í velgengi meistaraflokka félagsins. Gengi meistaraflokks karla í upphafi móts er vel undir væntingum, samhliða samskipstaleysis milli þjálfara, sem eru leiðtogar hópsins, við leikmenn bæði í meistaraflokki karla og 2. flokki karla, varð til þess að við tókum enn eina erfiðu ákvörðunina með því að segja samningi upp við Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara í gærkvöldi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við stefnu okkar að hlúa og fjárfesta í velgengni félagsins. Við þökkum Brynjari Birni fyrir hans störf fyrir félagið á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekki er ljóst á þessari stundu hver tekur við þjálfun liðsins en verið er að leita að eftirmanni hans. Stjórn knattspyrnudeildar
Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti