„Hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 09:31 Andrea Kolbeinsdóttir og Sigurjón Ernir Sturluson fagna góðum degi eftir hlaupið. Instagram/@sigurjonernir Ísland var í efri hlutanum í bæði karla- og kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Annecy í Frakklandi sem fór fram í gær. Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira