„Hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 09:31 Andrea Kolbeinsdóttir og Sigurjón Ernir Sturluson fagna góðum degi eftir hlaupið. Instagram/@sigurjonernir Ísland var í efri hlutanum í bæði karla- og kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Annecy í Frakklandi sem fór fram í gær. Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sjá meira
Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn