Ekki séð fleiri Íslendinga á EM í 66 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 12:31 Erna Sóley Gunnarsdóttir er ein af mörgum íslenskum kösturum sem fara á EM í ár. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Átta Íslendingar keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Róm á Ítalíu og hefst á föstudaginn kemur. Þetta er stærsti keppnishópur Íslands á EM í 66 ár eða síðan á mótinu í Stokkhólmi árið 1958 þegar voru einnig átta Íslendingar meðal keppenda. Það þarf að fara aftur á EM 1946 sem haldið var í Osló í Noregi til að finna fleiri íslenska keppendur á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum en þá fóru níu sem er met. Átta Íslendingar kepptu á EM í Brussel árið 1950. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur þetta saman og slær því upp að ný gullöld sé runnin upp. Í hópnum eru sjö kastarar og einn langstökkvari. Þrír Íslendingar munu keppa í sleggjukasti og tveir í spjótkasti. Aðeins þrjátíu keppendur fengu keppnisrétt í þessum greinum og því mikið afrek að komast á þann lista. Þeir íþróttamenn sem fara út eru: Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR - Spjótkast Daníel Ingi Egilsson, FH - Langstökk Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - Sleggjukast Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - Kúluvarp Guðni Valur Guðnason, ÍR - Kringlukast Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, ÍR - Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson, FH - Sleggjukast Sindri Hrafn Guðmundsson, FH - Spjótkast Þetta er fyrsta stórmót í fullorðinsflokki hjá Daníel, Dagbjarti, Elísabetu og Guðrúnu. Sindri keppti á EM árið 2018 í Berlín en Guðni, Hilmar og Erna eru komin með meiri stórmótareynslu og kepptu öll á EM í München árið 2022 en þar komust Guðni og Hilmar í úrslit. Hilmar Örn Jónsson komst í úrslit á EM í München 2022.Getty/Patrick Smith Þjálfarar hópsins eru Guðmundur Pétur Guðmundsson, Hermann Þór Haraldsson, Ethan Tussing og Einar Vilhjálmsson. Í fararstjórn og fagteymi eru Guðmundur Karlsson, Íris Berg Bryde og Alexander Pétur Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit Frjálsíþróttasambands yfir íslensku keppendurna á EM í ár. Frjálsíþróttasamband Íslands Dagbjartur Daði Jónsson Dagbjartur er búinn að eiga gott tímabil. Hans lengsta kast á tímabilinu er 76,52 m. sem hann kastaði á Úrvalsmóti ÍR í byrjun maí. Hann tók þátt á Norðurlandameistaramótinu í Malmö um daginn og kastaði þar 76,05 m. Dagbjartur keppti einnig á tveimur alþjóðlegum mótum í Þýskalandi um síðustu helgi, fyrst í Dessau og svo daginn eftir í Halle þar sem hann kastaði 72,51 m. og 72,91 m. Dagbjartur er í 26.sæti á stigalista fyrir EM. - Daníel Ingi Egilsson Daníel hefur byrjað utanhúss tímabilið með glæsibrag. Hans fyrsta mót eftir meiðsli var á Kallithea jumping meeting í Grikklandi þann 15.maí en þar stökk hann 7,65 m. og hafnaði í fjórða sæti. Helgina eftir varð Daníel Norðurlandameistari í langstökki og ekki nóg með það heldur bætti hann 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 cm er hann stökk 8,21 m. Þetta stökk kom honum beint inn á EM og nú er hann aðeins 6 cm frá Ólympíulágmarki. Daníel Ingi er í 6.sæti á stigalista fyrir EM. - Elísabet Rut Rúnarsdóttir Elísabet er búin að standa sig með glæsibrag í ár. Hún bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í byrjun tímabilsins er hún kastaði 69,11 m. á UTSA Invitational í San Antonio í Texas. Svo bætti hún metið aftur tveimur vikum seinna þegar hún kastaði 70,33 m. á Bobcat Invitational í Texas. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 6. júní. Elísabet er í 28.sæti á stigalista fyrir EM. - Erna Sóley Gunnarsdóttir Árið hjá Ernu Sóleyju byrjaði vel. Hún keppti á EM innanhússs í Glasgow og hafnaði þar í fjórtánda sæti með kast upp á 17,07 m. Einnig keppti hún á Evrópubikarkastmótinu í Leiria en þar kastaði hún 16,74 m. Hún varð svo önnur á NM utanhúss fyrir tveimur vikum með kasti upp á 17,20 m. Erna er í 16.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðni Valur Guðnason Guðni er búinn að eiga gott tímabil. Hann varð Norðurlandameistari í kringlukasti fyrr í mánuðinum þegar hann kastaði 60,71 m. Hans lengsta kast á tímabilinu er 63,95 m. sem hann kastaði á OK Throw Series í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann keppti einnig á Evrópubikarkastmótinu í Leiria þar sem hann hafnaði í fimmta sæti og kastaði 60,82 m. Guðni í 19.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir Guðrún byrjaði árið vel er hún bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti í þrígang. Metið hennar í dag er 22,44 m. Guðrún átti einnig Íslandsmetið í sleggjukasti í nokkrar mínútur í byrjun sumars en á Bobcat Invitational í Texas kastaði hún sleggjunni 69,76 m. og bætti þar með Íslandsmet Elísabetar um 65 cm. en Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmet sitt þar sem hún kastaði 70,33 m. í sjöttu umferð. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 5. júní. Guðrún í 29.sæti á stigalista fyrir EM. - Hilmar Örn Jónsson Tímabilið hjá Hilmari byrjaði vel, hann kastaði 75,79 m. á þriðja Nike móti FH sem er hans lengsta kast á tímabilinu. Tók þátt á Evrópubikarkastmótinu í Leiria og kastaði 69,22 m., var fimmti á Kip Keino Classic er hann kastaði 72,19 m. og kastaði 71,50 m. á NM um daginn. Hilmar í 18.sæti á stigalista fyrir EM. - Sindri Hrafn Guðmundsson Sindri byrjaði tímabilið sitt vel er hann kastaði 80,30 m. sem er þriðja lengsta kast hans frá upphafi. Stuttu síðar kastaði hann 81,21 m. sem er 30 cm. bæting frá árinu 2018 á USATF Throwers Elite í Arizona sem fram fór í byrjun maí. Einnig varð hann annar á Norðurlandameistaramótinu fyrr í mánuðnum er hann kastaði 78,82 m. Sindri í 24.sæti á stigalista fyrir EM. Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sjá meira
Þetta er stærsti keppnishópur Íslands á EM í 66 ár eða síðan á mótinu í Stokkhólmi árið 1958 þegar voru einnig átta Íslendingar meðal keppenda. Það þarf að fara aftur á EM 1946 sem haldið var í Osló í Noregi til að finna fleiri íslenska keppendur á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum en þá fóru níu sem er met. Átta Íslendingar kepptu á EM í Brussel árið 1950. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur þetta saman og slær því upp að ný gullöld sé runnin upp. Í hópnum eru sjö kastarar og einn langstökkvari. Þrír Íslendingar munu keppa í sleggjukasti og tveir í spjótkasti. Aðeins þrjátíu keppendur fengu keppnisrétt í þessum greinum og því mikið afrek að komast á þann lista. Þeir íþróttamenn sem fara út eru: Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR - Spjótkast Daníel Ingi Egilsson, FH - Langstökk Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - Sleggjukast Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - Kúluvarp Guðni Valur Guðnason, ÍR - Kringlukast Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, ÍR - Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson, FH - Sleggjukast Sindri Hrafn Guðmundsson, FH - Spjótkast Þetta er fyrsta stórmót í fullorðinsflokki hjá Daníel, Dagbjarti, Elísabetu og Guðrúnu. Sindri keppti á EM árið 2018 í Berlín en Guðni, Hilmar og Erna eru komin með meiri stórmótareynslu og kepptu öll á EM í München árið 2022 en þar komust Guðni og Hilmar í úrslit. Hilmar Örn Jónsson komst í úrslit á EM í München 2022.Getty/Patrick Smith Þjálfarar hópsins eru Guðmundur Pétur Guðmundsson, Hermann Þór Haraldsson, Ethan Tussing og Einar Vilhjálmsson. Í fararstjórn og fagteymi eru Guðmundur Karlsson, Íris Berg Bryde og Alexander Pétur Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit Frjálsíþróttasambands yfir íslensku keppendurna á EM í ár. Frjálsíþróttasamband Íslands Dagbjartur Daði Jónsson Dagbjartur er búinn að eiga gott tímabil. Hans lengsta kast á tímabilinu er 76,52 m. sem hann kastaði á Úrvalsmóti ÍR í byrjun maí. Hann tók þátt á Norðurlandameistaramótinu í Malmö um daginn og kastaði þar 76,05 m. Dagbjartur keppti einnig á tveimur alþjóðlegum mótum í Þýskalandi um síðustu helgi, fyrst í Dessau og svo daginn eftir í Halle þar sem hann kastaði 72,51 m. og 72,91 m. Dagbjartur er í 26.sæti á stigalista fyrir EM. - Daníel Ingi Egilsson Daníel hefur byrjað utanhúss tímabilið með glæsibrag. Hans fyrsta mót eftir meiðsli var á Kallithea jumping meeting í Grikklandi þann 15.maí en þar stökk hann 7,65 m. og hafnaði í fjórða sæti. Helgina eftir varð Daníel Norðurlandameistari í langstökki og ekki nóg með það heldur bætti hann 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 cm er hann stökk 8,21 m. Þetta stökk kom honum beint inn á EM og nú er hann aðeins 6 cm frá Ólympíulágmarki. Daníel Ingi er í 6.sæti á stigalista fyrir EM. - Elísabet Rut Rúnarsdóttir Elísabet er búin að standa sig með glæsibrag í ár. Hún bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í byrjun tímabilsins er hún kastaði 69,11 m. á UTSA Invitational í San Antonio í Texas. Svo bætti hún metið aftur tveimur vikum seinna þegar hún kastaði 70,33 m. á Bobcat Invitational í Texas. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 6. júní. Elísabet er í 28.sæti á stigalista fyrir EM. - Erna Sóley Gunnarsdóttir Árið hjá Ernu Sóleyju byrjaði vel. Hún keppti á EM innanhússs í Glasgow og hafnaði þar í fjórtánda sæti með kast upp á 17,07 m. Einnig keppti hún á Evrópubikarkastmótinu í Leiria en þar kastaði hún 16,74 m. Hún varð svo önnur á NM utanhúss fyrir tveimur vikum með kasti upp á 17,20 m. Erna er í 16.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðni Valur Guðnason Guðni er búinn að eiga gott tímabil. Hann varð Norðurlandameistari í kringlukasti fyrr í mánuðinum þegar hann kastaði 60,71 m. Hans lengsta kast á tímabilinu er 63,95 m. sem hann kastaði á OK Throw Series í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann keppti einnig á Evrópubikarkastmótinu í Leiria þar sem hann hafnaði í fimmta sæti og kastaði 60,82 m. Guðni í 19.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir Guðrún byrjaði árið vel er hún bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti í þrígang. Metið hennar í dag er 22,44 m. Guðrún átti einnig Íslandsmetið í sleggjukasti í nokkrar mínútur í byrjun sumars en á Bobcat Invitational í Texas kastaði hún sleggjunni 69,76 m. og bætti þar með Íslandsmet Elísabetar um 65 cm. en Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmet sitt þar sem hún kastaði 70,33 m. í sjöttu umferð. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 5. júní. Guðrún í 29.sæti á stigalista fyrir EM. - Hilmar Örn Jónsson Tímabilið hjá Hilmari byrjaði vel, hann kastaði 75,79 m. á þriðja Nike móti FH sem er hans lengsta kast á tímabilinu. Tók þátt á Evrópubikarkastmótinu í Leiria og kastaði 69,22 m., var fimmti á Kip Keino Classic er hann kastaði 72,19 m. og kastaði 71,50 m. á NM um daginn. Hilmar í 18.sæti á stigalista fyrir EM. - Sindri Hrafn Guðmundsson Sindri byrjaði tímabilið sitt vel er hann kastaði 80,30 m. sem er þriðja lengsta kast hans frá upphafi. Stuttu síðar kastaði hann 81,21 m. sem er 30 cm. bæting frá árinu 2018 á USATF Throwers Elite í Arizona sem fram fór í byrjun maí. Einnig varð hann annar á Norðurlandameistaramótinu fyrr í mánuðnum er hann kastaði 78,82 m. Sindri í 24.sæti á stigalista fyrir EM.
Þeir íþróttamenn sem fara út eru: Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR - Spjótkast Daníel Ingi Egilsson, FH - Langstökk Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR - Sleggjukast Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - Kúluvarp Guðni Valur Guðnason, ÍR - Kringlukast Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, ÍR - Sleggjukast Hilmar Örn Jónsson, FH - Sleggjukast Sindri Hrafn Guðmundsson, FH - Spjótkast
Dagbjartur Daði Jónsson Dagbjartur er búinn að eiga gott tímabil. Hans lengsta kast á tímabilinu er 76,52 m. sem hann kastaði á Úrvalsmóti ÍR í byrjun maí. Hann tók þátt á Norðurlandameistaramótinu í Malmö um daginn og kastaði þar 76,05 m. Dagbjartur keppti einnig á tveimur alþjóðlegum mótum í Þýskalandi um síðustu helgi, fyrst í Dessau og svo daginn eftir í Halle þar sem hann kastaði 72,51 m. og 72,91 m. Dagbjartur er í 26.sæti á stigalista fyrir EM. - Daníel Ingi Egilsson Daníel hefur byrjað utanhúss tímabilið með glæsibrag. Hans fyrsta mót eftir meiðsli var á Kallithea jumping meeting í Grikklandi þann 15.maí en þar stökk hann 7,65 m. og hafnaði í fjórða sæti. Helgina eftir varð Daníel Norðurlandameistari í langstökki og ekki nóg með það heldur bætti hann 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 cm er hann stökk 8,21 m. Þetta stökk kom honum beint inn á EM og nú er hann aðeins 6 cm frá Ólympíulágmarki. Daníel Ingi er í 6.sæti á stigalista fyrir EM. - Elísabet Rut Rúnarsdóttir Elísabet er búin að standa sig með glæsibrag í ár. Hún bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í byrjun tímabilsins er hún kastaði 69,11 m. á UTSA Invitational í San Antonio í Texas. Svo bætti hún metið aftur tveimur vikum seinna þegar hún kastaði 70,33 m. á Bobcat Invitational í Texas. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 6. júní. Elísabet er í 28.sæti á stigalista fyrir EM. - Erna Sóley Gunnarsdóttir Árið hjá Ernu Sóleyju byrjaði vel. Hún keppti á EM innanhússs í Glasgow og hafnaði þar í fjórtánda sæti með kast upp á 17,07 m. Einnig keppti hún á Evrópubikarkastmótinu í Leiria en þar kastaði hún 16,74 m. Hún varð svo önnur á NM utanhúss fyrir tveimur vikum með kasti upp á 17,20 m. Erna er í 16.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðni Valur Guðnason Guðni er búinn að eiga gott tímabil. Hann varð Norðurlandameistari í kringlukasti fyrr í mánuðinum þegar hann kastaði 60,71 m. Hans lengsta kast á tímabilinu er 63,95 m. sem hann kastaði á OK Throw Series í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann keppti einnig á Evrópubikarkastmótinu í Leiria þar sem hann hafnaði í fimmta sæti og kastaði 60,82 m. Guðni í 19.sæti á stigalista fyrir EM. - Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir Guðrún byrjaði árið vel er hún bætti eigið Íslandsmet í lóðkasti í þrígang. Metið hennar í dag er 22,44 m. Guðrún átti einnig Íslandsmetið í sleggjukasti í nokkrar mínútur í byrjun sumars en á Bobcat Invitational í Texas kastaði hún sleggjunni 69,76 m. og bætti þar með Íslandsmet Elísabetar um 65 cm. en Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmet sitt þar sem hún kastaði 70,33 m. í sjöttu umferð. Hún keppir á NCAA 1 Division í Hayward Field in Eugene, Oregon þann 5. júní. Guðrún í 29.sæti á stigalista fyrir EM. - Hilmar Örn Jónsson Tímabilið hjá Hilmari byrjaði vel, hann kastaði 75,79 m. á þriðja Nike móti FH sem er hans lengsta kast á tímabilinu. Tók þátt á Evrópubikarkastmótinu í Leiria og kastaði 69,22 m., var fimmti á Kip Keino Classic er hann kastaði 72,19 m. og kastaði 71,50 m. á NM um daginn. Hilmar í 18.sæti á stigalista fyrir EM. - Sindri Hrafn Guðmundsson Sindri byrjaði tímabilið sitt vel er hann kastaði 80,30 m. sem er þriðja lengsta kast hans frá upphafi. Stuttu síðar kastaði hann 81,21 m. sem er 30 cm. bæting frá árinu 2018 á USATF Throwers Elite í Arizona sem fram fór í byrjun maí. Einnig varð hann annar á Norðurlandameistaramótinu fyrr í mánuðnum er hann kastaði 78,82 m. Sindri í 24.sæti á stigalista fyrir EM.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn