„Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 11:26 Halla Tómasdóttir er nýr forseti og nú keppast landsmenn við að fylkja sér að baki hennar. Illugi Jökulsson setur á mikla grein þar sem hann segjr nákvæmlega ekkert að því að kosið sé taktískt og það sé ekki Höllu til álitshnekkis. vísir/vilhelm Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar telur sigur Höllu vera til marks um nýja tíma: „Sigur Höllu Tómasdóttur verður um leið sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða, viðskiptafræði og mannauðsstjórnunar. Þetta tekur við af sagnfræðinni, stjórnmálafræðinni, íslenskunni og bókmenntafræðunum í æðsta virðingarembætti landsins, út frá því sem verið hefur og stefndi í. Nú kveður við nýjan tón og hefst táknrænt nýtt tímabil.“ Ýmsum finnst þetta nöturleg ummæli um nýjan forseta, en Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, bendir á að Jón Trausti sé einmitt sjálfur með MBA-gráðu og sé hálfgerður mannauðsstjóri. Hvar bjó Gunnar á Hlíðarenda? Það situr í Einari Kárasyni rithöfundi slakur árangur Höllu í hraðaspurningum sem Stöð 2 bauð áhorfendum upp á en þar var um að ræða uppbrot á kappræðum. Einar segir að þar hafi verið spurt einfaldra spurninga um landið og menninguna en viðkomandi hafi klikkað á næstum öllum: „Þar af þremur léttum sem snerta okkar frægustu bækur, og hélt að auki að Seltjarnarnes „væri í“ Reykjavík. Út í hvaða farsa er þetta komið?“ Og Friðrika Benónýsdóttir bókmenntafræðingur er á sömu línu: „Ha? Ætliði að gera konuna sem veit ekki hvar Gunnar á Hlíðarenda bjó að forseta? Ég hef sagt það áður og ég segi það enn: Jahérnahér!“ Og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur segir: „Alltíeinu er ég kominn með Silvíu Nótt á heilann, hvernig sem á því stendur.“ „Þeim var ég verst sem ég unni mest“ Reynir Sigurðsson sjómaður segir: „Þeim var ég verst sem ég unni mest. Held að margir vinstrimenn nagi sig í handakrikann eða jafnvel nárann núna.“ En Gísli Ásgeirsson þýðandi segir: „Jafnaðargeð flestra stuðningshópa eftir að úrslit eru ljós, er til fyrirmyndar.“ Úlfur Starkaður Olsen Reynisson segir Katrínu hafa haft heilan Sjálfstæðisflokk á bak við sig. „Það er ekki hægt að kalla Kötu vinstri manneskju lengur. Hún er jafnlangt til hægri og Bjarni Ben.“ Líf segir minnimáttarkennd vinstri manna í garð hægrimanna komin út fyrir öll vitræn mörk.vísir/vilhelm En Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta þvætting. „Ótrúlega rýr og makalaus áróður. Í forsetakosningum skipta flokkar ekki máli. Þú vilt stuðning fólks sama hvaðan hann kemur. Þessi minnimáttarkennd vinstrimanna í garð hægrimanna er komin út fyrir öll vitræn mörk. Þvílík steypa. Hvað með að vinstrimenn verði nú bara dáldið ánægðir með sig einu sinni og beri höfuðið hátt í stað þess í sífellu að velta fyrir sér hvað Sjálfstæðisflokkurinn sé að gera? Kræst.“ Ekkert ósiðlegt við að kjósa taktískt Friðrik Guðmundsson blaðamaður er á svipuðu róli en hans kenning er sú að Valhöll hafi aldrei ætlað sér að kjósa Katrínu, hún hafi logið því og kosið svo Höllu Tómasdóttur. En Gunnar Smári Egilsson á Samstöðinni segir ekki hægt að sjá það af könnunum. „Katrín fékk 33% fyrst en seig fljótt niður í 25%. Hún lækkaði ekki þegar Halla T hækkaði, svo það mátti ekki merkja neitt flot þar á milli. Heldur ekki þegar sveiflan á kjördag varð, þá hékk Katrín en í sínum 25% en Halla sótti fylgið annað. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri á Samstöðinni telur ekkert að því að fólk kjósi taktískt.vísir/vilhelm Halla T græddi líka á góðri kjörsókn, yngra fólk kom á kjörstað til að kjósa hana og Jón Gnarr. Katrín tapaði vegna þess að hún hafði ekki nægt fylgi.“ En fyrst og síðast er fólk að velta fyrir sér hinum taktíska sigri. Um það er varla deilt og Illugi Jökulsson setur á lærðan pistil um það atriði. Og vill meina að það sé nákvæmlega ekkert rangt við það. „Það er ekkert ljótt og þaðan af síður ósiðlegt við að „kjósa taktískt“. Það eru engin svik eða illmennska eða lágkúra í því fólgin. Enda getur fólk ekki annars vegar krafist þess til dæmis að teknar verði upp tvær umferðir í forsetakosningum og hins vegar amast við því að fólk „kjósi taktískt“. Fólkið efndi sjálft til „annarrar umferðar“ Illugi segir að það hafa gerst að fólkið sjálft, kjósendur, hafi skipulagt í sjálfum kjörklefanum, „aðra umferð“ forsetakosninganna síðasta sólarhringinn. Á grundvelli fjölmargra skoðanakannana sem allar settu Höllu Tómasdóttur og Katrínu í efstu sætin tvö. „Margir stuðningsmenn Höllu Hrundar og Baldurs litu því svo á að „fyrsta umferð“ væri búin og „önnur umferð“ fælist nú í því að kjósa milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur, því Halla Hrund og Baldur kæmu ekki lengur til greina. Og þetta fólk tók þá bara afstöðu samkvæmt eigin sannfæringu í sinni eigin „annarri umferð“ — vil ég frekar Höllu Tómasdóttur eða Katrínu? Og kaus samkvæmt því. Þetta er mjög eðlileg og sjálfsögð hegðun kjósanda í kjörklefa, og það á ekki að amast við því eða níða skóinn af því fólki sem þetta gerði. Það kaus ekkert síður „með hjartanu“ en aðrir, það var bara komið út í nýja umferð kosninganna.“ Taktíkin hinn stóri sigurvegari Illugi heldur áfram að leggja þetta niður fyrir sig, hann segist sjálfur ekki hafa fylgt þessu heldur kosið Höllu Hrund Logadóttur en biturleiki eigi ekki við í garð þeirra sem „kusu taktískt“. Illugi segir það engan álitshnekki fyrir Höllu þó kosið hafi verið taktískt. Fyrst ekki er önnur umferð í boði hafi fólk einfaldlega framkallað slíkt í kjörklefanum.vísir/vilhelm „Og það er heldur enginn álitshnekkir fyrir Höllu Hrund eða Baldur þó þau hafi „tapað atkvæðum“ á lokasprettinum síðasta sólarhringinn — ég ítreka að þá var í raun komið í „aðra umferð“ og stuðningsmenn þeirra litu (margir og réttilega) svo á að þau tvö væru þegar dottin naumlega úr leik.“ Illugi segir það ekki hafa verið „hatur“ í garð Katrínar sem réði heldur hafi fólk tekið lýðræðislega ákvörðun. Hvorn vildi það frekar. „Það er heldur ekki álitshnekkir fyrir Höllu Tómasdóttur þó hún hafi augljóslega fengið fullt af svona „taktískum“ atkvæðum. Þetta var einfaldlega sú „önnur umferð“ forsetakosninganna, sem svo margir höfðu óskað eftir, og Halla Tómasdóttir vann þá umferð bara mjög örugglega.“ Baldur Hermannsson fyrrverandi framhaldsskólakennari segir stóra sigurvegarann í kosningunum hafa verið … taktíkina! Tindilfætt er lukkan Ef til vill er ágætt að ljúka þessu á því að vitna í pistil sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur birtir á sinni Facebook-síðu. Hann segir Katrínu hafa tapað þessum kosningum um leið og hún afhenti Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu. „Það var afdrifaríkari og stærri gjörningur en margt stuðningsfólk hennar gat sætt sig við og í framhaldinu vildu margir nota atkvæði sitt til að láta í ljós skoðun sína á Bjarna. Hún missti vinstrafylgið án þess að ná til sín hægrafylginu; Halla Tómasdóttir gjörsigraði í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur.“ Guðmundur Andri segir engu að síður þessar kosningar fremur ósigur Katrínar fremur en sigur Höllu. Það sýni fylgishreyfingar frá öðrum vænlegum frambjóðendum til hennar á síðustu stundu; margt fólk var ekki beinlínis að kjósa hana – það var að kjósa ekki Katrínu. Guðmundur Andri segir fyrst og fremst um ósigur Katrínar að ræða fremur en sigur Höllu.vísir/vilhelm Höllu bíði nú það verkefni að sannfæra þetta fólk um að hún hafi annað til brunns að bera en að vera ekki Katrín og um leið öðlast tiltrú annarra kjósenda, og megi henni farnast vel í því. Guðmundur telur Höllu hafa allt í það, hún virðist hafa góða áru og sé góð í að skapa stemmningu. „Katrín má nú reyna á sjálfri sér að „tindilfætt er lukkan/ treystu henni aldrei þó,/ valt er á henni völubeinið / og dillidó“ eins og langamma hennar Theódóra orti. Og hjörtu kjósenda á hverfanda hveli. Það verður að segjast eins og er að vinstri menn eru oft ekkert sérstaklega góðir við leiðtogana sína. Því leiðtogi hefur Katrín verið, hvað sem öðru líður.“ Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Stjórnarskrá Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar telur sigur Höllu vera til marks um nýja tíma: „Sigur Höllu Tómasdóttur verður um leið sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða, viðskiptafræði og mannauðsstjórnunar. Þetta tekur við af sagnfræðinni, stjórnmálafræðinni, íslenskunni og bókmenntafræðunum í æðsta virðingarembætti landsins, út frá því sem verið hefur og stefndi í. Nú kveður við nýjan tón og hefst táknrænt nýtt tímabil.“ Ýmsum finnst þetta nöturleg ummæli um nýjan forseta, en Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, bendir á að Jón Trausti sé einmitt sjálfur með MBA-gráðu og sé hálfgerður mannauðsstjóri. Hvar bjó Gunnar á Hlíðarenda? Það situr í Einari Kárasyni rithöfundi slakur árangur Höllu í hraðaspurningum sem Stöð 2 bauð áhorfendum upp á en þar var um að ræða uppbrot á kappræðum. Einar segir að þar hafi verið spurt einfaldra spurninga um landið og menninguna en viðkomandi hafi klikkað á næstum öllum: „Þar af þremur léttum sem snerta okkar frægustu bækur, og hélt að auki að Seltjarnarnes „væri í“ Reykjavík. Út í hvaða farsa er þetta komið?“ Og Friðrika Benónýsdóttir bókmenntafræðingur er á sömu línu: „Ha? Ætliði að gera konuna sem veit ekki hvar Gunnar á Hlíðarenda bjó að forseta? Ég hef sagt það áður og ég segi það enn: Jahérnahér!“ Og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur segir: „Alltíeinu er ég kominn með Silvíu Nótt á heilann, hvernig sem á því stendur.“ „Þeim var ég verst sem ég unni mest“ Reynir Sigurðsson sjómaður segir: „Þeim var ég verst sem ég unni mest. Held að margir vinstrimenn nagi sig í handakrikann eða jafnvel nárann núna.“ En Gísli Ásgeirsson þýðandi segir: „Jafnaðargeð flestra stuðningshópa eftir að úrslit eru ljós, er til fyrirmyndar.“ Úlfur Starkaður Olsen Reynisson segir Katrínu hafa haft heilan Sjálfstæðisflokk á bak við sig. „Það er ekki hægt að kalla Kötu vinstri manneskju lengur. Hún er jafnlangt til hægri og Bjarni Ben.“ Líf segir minnimáttarkennd vinstri manna í garð hægrimanna komin út fyrir öll vitræn mörk.vísir/vilhelm En Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta þvætting. „Ótrúlega rýr og makalaus áróður. Í forsetakosningum skipta flokkar ekki máli. Þú vilt stuðning fólks sama hvaðan hann kemur. Þessi minnimáttarkennd vinstrimanna í garð hægrimanna er komin út fyrir öll vitræn mörk. Þvílík steypa. Hvað með að vinstrimenn verði nú bara dáldið ánægðir með sig einu sinni og beri höfuðið hátt í stað þess í sífellu að velta fyrir sér hvað Sjálfstæðisflokkurinn sé að gera? Kræst.“ Ekkert ósiðlegt við að kjósa taktískt Friðrik Guðmundsson blaðamaður er á svipuðu róli en hans kenning er sú að Valhöll hafi aldrei ætlað sér að kjósa Katrínu, hún hafi logið því og kosið svo Höllu Tómasdóttur. En Gunnar Smári Egilsson á Samstöðinni segir ekki hægt að sjá það af könnunum. „Katrín fékk 33% fyrst en seig fljótt niður í 25%. Hún lækkaði ekki þegar Halla T hækkaði, svo það mátti ekki merkja neitt flot þar á milli. Heldur ekki þegar sveiflan á kjördag varð, þá hékk Katrín en í sínum 25% en Halla sótti fylgið annað. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri á Samstöðinni telur ekkert að því að fólk kjósi taktískt.vísir/vilhelm Halla T græddi líka á góðri kjörsókn, yngra fólk kom á kjörstað til að kjósa hana og Jón Gnarr. Katrín tapaði vegna þess að hún hafði ekki nægt fylgi.“ En fyrst og síðast er fólk að velta fyrir sér hinum taktíska sigri. Um það er varla deilt og Illugi Jökulsson setur á lærðan pistil um það atriði. Og vill meina að það sé nákvæmlega ekkert rangt við það. „Það er ekkert ljótt og þaðan af síður ósiðlegt við að „kjósa taktískt“. Það eru engin svik eða illmennska eða lágkúra í því fólgin. Enda getur fólk ekki annars vegar krafist þess til dæmis að teknar verði upp tvær umferðir í forsetakosningum og hins vegar amast við því að fólk „kjósi taktískt“. Fólkið efndi sjálft til „annarrar umferðar“ Illugi segir að það hafa gerst að fólkið sjálft, kjósendur, hafi skipulagt í sjálfum kjörklefanum, „aðra umferð“ forsetakosninganna síðasta sólarhringinn. Á grundvelli fjölmargra skoðanakannana sem allar settu Höllu Tómasdóttur og Katrínu í efstu sætin tvö. „Margir stuðningsmenn Höllu Hrundar og Baldurs litu því svo á að „fyrsta umferð“ væri búin og „önnur umferð“ fælist nú í því að kjósa milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur, því Halla Hrund og Baldur kæmu ekki lengur til greina. Og þetta fólk tók þá bara afstöðu samkvæmt eigin sannfæringu í sinni eigin „annarri umferð“ — vil ég frekar Höllu Tómasdóttur eða Katrínu? Og kaus samkvæmt því. Þetta er mjög eðlileg og sjálfsögð hegðun kjósanda í kjörklefa, og það á ekki að amast við því eða níða skóinn af því fólki sem þetta gerði. Það kaus ekkert síður „með hjartanu“ en aðrir, það var bara komið út í nýja umferð kosninganna.“ Taktíkin hinn stóri sigurvegari Illugi heldur áfram að leggja þetta niður fyrir sig, hann segist sjálfur ekki hafa fylgt þessu heldur kosið Höllu Hrund Logadóttur en biturleiki eigi ekki við í garð þeirra sem „kusu taktískt“. Illugi segir það engan álitshnekki fyrir Höllu þó kosið hafi verið taktískt. Fyrst ekki er önnur umferð í boði hafi fólk einfaldlega framkallað slíkt í kjörklefanum.vísir/vilhelm „Og það er heldur enginn álitshnekkir fyrir Höllu Hrund eða Baldur þó þau hafi „tapað atkvæðum“ á lokasprettinum síðasta sólarhringinn — ég ítreka að þá var í raun komið í „aðra umferð“ og stuðningsmenn þeirra litu (margir og réttilega) svo á að þau tvö væru þegar dottin naumlega úr leik.“ Illugi segir það ekki hafa verið „hatur“ í garð Katrínar sem réði heldur hafi fólk tekið lýðræðislega ákvörðun. Hvorn vildi það frekar. „Það er heldur ekki álitshnekkir fyrir Höllu Tómasdóttur þó hún hafi augljóslega fengið fullt af svona „taktískum“ atkvæðum. Þetta var einfaldlega sú „önnur umferð“ forsetakosninganna, sem svo margir höfðu óskað eftir, og Halla Tómasdóttir vann þá umferð bara mjög örugglega.“ Baldur Hermannsson fyrrverandi framhaldsskólakennari segir stóra sigurvegarann í kosningunum hafa verið … taktíkina! Tindilfætt er lukkan Ef til vill er ágætt að ljúka þessu á því að vitna í pistil sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur birtir á sinni Facebook-síðu. Hann segir Katrínu hafa tapað þessum kosningum um leið og hún afhenti Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu. „Það var afdrifaríkari og stærri gjörningur en margt stuðningsfólk hennar gat sætt sig við og í framhaldinu vildu margir nota atkvæði sitt til að láta í ljós skoðun sína á Bjarna. Hún missti vinstrafylgið án þess að ná til sín hægrafylginu; Halla Tómasdóttir gjörsigraði í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur.“ Guðmundur Andri segir engu að síður þessar kosningar fremur ósigur Katrínar fremur en sigur Höllu. Það sýni fylgishreyfingar frá öðrum vænlegum frambjóðendum til hennar á síðustu stundu; margt fólk var ekki beinlínis að kjósa hana – það var að kjósa ekki Katrínu. Guðmundur Andri segir fyrst og fremst um ósigur Katrínar að ræða fremur en sigur Höllu.vísir/vilhelm Höllu bíði nú það verkefni að sannfæra þetta fólk um að hún hafi annað til brunns að bera en að vera ekki Katrín og um leið öðlast tiltrú annarra kjósenda, og megi henni farnast vel í því. Guðmundur telur Höllu hafa allt í það, hún virðist hafa góða áru og sé góð í að skapa stemmningu. „Katrín má nú reyna á sjálfri sér að „tindilfætt er lukkan/ treystu henni aldrei þó,/ valt er á henni völubeinið / og dillidó“ eins og langamma hennar Theódóra orti. Og hjörtu kjósenda á hverfanda hveli. Það verður að segjast eins og er að vinstri menn eru oft ekkert sérstaklega góðir við leiðtogana sína. Því leiðtogi hefur Katrín verið, hvað sem öðru líður.“
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Stjórnarskrá Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00