Sport

Kol­beinn krýndur Baltic Union meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum þurfti bara fimm lotur af átta til að tryggja sér sigur í bardaganum.
Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum þurfti bara fimm lotur af átta til að tryggja sér sigur í bardaganum. Vísir/Sigurjón Ólason

Íslenski hnefaleikamaðurinn Kolbeinn Kristinsson gerði góða ferð til Finnlands þar sem hann keppti um Baltic Union titilinn eða Eystrasaltstitilinn.

Kolbeinn átti í fyrstu að mæta Mika Mielonen en Mika þurfti að draga sig úr bardaganum vegna veikinda. Kolbeinn fékk þá nýjan andstæðing með stuttum fyrirvara og sá var Pavlo Krolenko.

Kolbeinn hafði betur viðureign sinni gegn Krolenko þar sem þeir börðust um Baltic Boxing Union beltið í þunga­vigtar­flokki. Bardaginn entist í fimm lotur í heildina, en Pavlo og hans teymi gafst upp áður en sjötta lotan byrjaði.

Kolbeinn var þar með krýndur Baltic Union meistari.

Kolbeinn var í viðtali í Sportpakkanum í síðustu viku þar sem hann kvaðst afar spenntur fyrir bardaganum sem átti að vera gegn Mielonen en verður nú gegn Krolenko.

„Það verður frá­bært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undir­búið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bar­daga. Þetta verður frá­bært,“ sagði Kolbeinn.

Kol­beinn hefur verið afar ó­heppinn upp á síð­kastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en rúmri viku fyrir þann bar­daga braut hann bein í baug­fingri. Hann fékk síðan annan bar­daga í upp­hafi mars braut þá bein í öðrum fingri.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×