Handbolti

Orri og fé­lagar þrefaldir meistarar í Portúgal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Orri Freyr átti góðan leik í dag þegar Sporting varð bikarmeistari.
Orri Freyr átti góðan leik í dag þegar Sporting varð bikarmeistari. @SCPModalidades

Orri Freyr Þorkelsson varð í dag bikarmeistari í Portúgal þegar lið hans Sporting vann sigur á Porto í úrslitaleik.

Orri Freyr og félagar tryggðu sér sigur í úrslitaleiknum með 28-20 sigur á Belenenses í undanúrslitum þar sem Orri Freyr skoraði fimm mörk.

Sporting var með frumkvæðið í úrslitaleiknum í dag. Liðið leiddi 18-14 í hálfleik og vann að lokum 34-30 sigur. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði átta mörk í leiknum.

Frábæru tímabili Sporting er því lokið en liðið varð þrefaldur meistari, vann bæði sigur í deild og bikar sem og í deildabikarnum þar sem fjögur efstu liðin frá leiktíðinni á undan mætast.

Orri Freyr var í íslenska landsliðinu á dögunum og spilaði frábærlega gegn Eistum þegar Ísland tryggði sér sæti á HM á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×