Alls ekki auðveld ákvörðun að selja Bjórböðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 10:09 Agnes Anna og fjölskylda í bjórböðunum sem hafa sett svip sinn á ferðaþjónustu á Norðurlandi undanfarin ár. Þau vonast til að fá góðan granna til að taka við rekstrinum. Bjórböðin Bjórböðin á Árskógssandi í Eyjafirði hafa verið auglýst til sölu. Eigandi Bjórbaðanna segir ákvörðunina ekki einfalda en reksturinn hafi verið afar erfiður í Covid auk þess sem vaxtastefna Seðlabankans hafi alls ekki hjálpað til. Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“ Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“
Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira