„Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur“ Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2024 10:48 Niðurstöðurnar úr forsetakosningunum reyndust Arnari Þór vonbrigði og hann, öfugt við alla aðra forsetaframbjóðendur, reynir ekki að leyna því. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fór ekki leynt með að niðurstaða úr forsetakosningum reyndust honum vonbrigði. Hann var gestur Bítisins í morgun og tilkynnti að hann væri kominn með kappnóg af Íslandi – í bili. Arnar Þór notaði tækifærið og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi. Arnar Þór sagðist þreyttur og sagðist vilja leyfa rykinu að setjast. En kona hans hafi skammað sig fyrir að leyfa því ekki að setjast í rólegheitunum því hann hafi skrifað bæði færslu á Facebook og grein á Vísi þar sem hann gaf það til kynna að hann ætlaði að fara að stofna stjórnmálaflokk. „Ég sagði í þessari grein að það virðist í sjálfu sér engu skipta hvort við kjósum flokka til hægri eða vinstri, niðurstaðan er alltaf sú sama.“ Arnar Þór sagði útþennslu ríkisins með miklum ósköpum og meira eftirlit vera ráðandi. „Flokkarnir eru grónir saman í eina óheilbrigða lífeind með mörgum hausum og sama hvaða haus er högginn af það sprettur fram nýr. Innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins voru orðnir mestu stuðningsmenn fyrrverandi formanns Vinstri grænna.“ Gegnheilir Sjálfstæðismenn helstu stuðningsmenn Katrínar? Umsjónarmenn Bítisins spurðu hann um samkrull Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hvort hann leggði trúnað við kenningar um einhverja leynisamninga þeirra á milli. Arnar Þór gaf ekki mikið fyrir það. Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir en ekkert þeirra reið feitum hesti frá forsetakosningunum.vísir/vilhelm „Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það en mér finnst þetta skrítið, til marks um óheilbrigði að þetta renni svona saman. Og að innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins telji að Katrín [Jakobsdóttir], sem kenna má við marxisma, sé allt í einu best til þess fallin að vera leiðtogi íslensku þjóðarinnar.“ Er samtrygging stjórnmálamanna og kerfisins orðið of mikið? „Já, þetta er orðið algerlega grímulaust og ekki lengur reynt að fela þetta á Íslandi. Ég ætla að veðja á að Katrínu verði úthlutað eitthvað þægilegt embætti á kostnað skattgreiðenda. Að hún, sem gamall Nato-andstæðingur, fái vinnu hjá Nato eða Evrópusambandinu. Það er hugsanlegt. En það eru allar líkur á því að hún fái einhvers konar vinnu á okkar kostnað.“ Arnar Þór er að undirbúa brottflutning af landi brott. Hann vill sjá hlutina í fjarlægð og líklega mun hann rita bók um reynslu sína, til dæmis þá að reyna að komast í gegnum prófkjörsmaskínu Sjálfstæðisflokksins sem veittist honum örðugt. Þar voru svo menn sem reyndust hans helstu andstæðingar í forsetakosningunum.vísir/vilhelm En er það eitthvað óeðlilegt? Hún er reynslumikil? „Jájá, það getur vel verið en er einhver stétt sem nýtur þeirra forréttinda að fá alltaf embætti? Það hefur verið þannig að þeim sem hafa verið í forystu fyrir stjórnmálaflokka er séð fyrir embætti.“ Þjóðin vill forseta sem skálar og brosir framan í sig En hvar förum við út af sporinu? Er þetta bara orðið augljósara núna? „Já, ég held að þetta sé orðið augljósara núna. Ég var í mínu framboði til forseta Íslands að benda á það sem betur má fara. Og kannski var það full þunglamanlegt fyrir þjóð sem vill bara að embættið snúist meira um að skála og brosa framan í þjóðina. Það getur vel verið að þessi rödd eigi betur heima á Alþingi, ég veit það ekki. En þetta er orðið augljósara öllum sem það vilja sjá. Forseti á ekki að vera uppá punt en Alþingi á ekki heldur að vera uppá punt. En sú er þróunin, þar er skrifað nánast blindandi undir allt sem frá Evrópu kemur. Og ráðherraræðið orðið yfirþyrmandi.“ Arnar segist hafa skynja undirliggjandi óánægju með hvernig stjórnmálin eru að þróast. Landsölufólk sitji á valdaembættum, tungumálið er komið í öndunarvél, þeir sem eru að flytja til Íslands sjá ekki tilgang með að læra málið, slíkur innflutningur á fólki að það er fyrirsjáanlegt að Íslendingar verið í minnihluta í eigin landi, það er verið að selja frá okkur fjarskipti, greiðslumiðlun, firðina okkar... Arnar Þór segir Höllu Tómasdóttur ekki helgan mann og helst er á honum að skilja að hún verði ekki mikil fyrirstæaða þegar skammsýn partígleði þjóðarinnar er annars vegar.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvort Halla, okkar nýkjörni góði forseti, mun stöðva þetta. Vandamálið er að þjóðin er steinsofandi. Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur. En það er verið að stela innbúinu okkar.“ Þjóðin steinsofandi og vill partíforseta Arnar Þór segir þjóðina steinsofandi gagnvart þeirri ógn sem sannarlega steðjar að henni. „Ef fólk er ekki búið að átta sig á því ennþá. Halla er ekki helg manneskja. Hún hefur farið þrisvar sinnum í að efla tengsl við ríkasta fólk í heimi í Davos. Hún verður engin handbremsa á þetta. Hver á að stöðva þetta? Þjóðin sem finnst svo gaman að vera í partíi og neitar að horfast í augu við þann veruleika sem steðjar að? Þegar tungumálið okkar er í nauðvörn, skattpíningin heldur áfram …“ En hefur fólk eitthvað um þetta að segja hvað það fær uppúr kjörkassanum? „Ég bauð þjóðinni upp á valkost. En hún vill partíforseta.“ Er þetta ekki fullmikil smættun? „Er það? Ók, ég skal ekki kalla þetta partíforseta. En þau vilja ekki forseta sem veitir þinginu aðhald. Ætlar að skrifa bók um ástandið Arnar segir forsetaembættið hafi mótast á þann veg, að ófyrirsynju að hans mati. „Ég held að þetta embætti hafi verið hugsað sem aðhaldshlutverk. Hvaðan á aðhaldið þá að koma? Það verður þá að koma frá almenningi í þessu landi. Mun það koma í gegnum núverandi stjórnmálaflokka? Ég held ekki. Verður þá að stofna nýja flokka? Já, ég held það. Það verður að sópa út af þinginu ef eitthvað á að breytast.“ Almenningur verður þá að láta til sín taka en ef það eigi að gerast þá verði almenningur að fara á einhvers konar hugrekkisþjálfun. Arnar Þór sagðist vilja hvíla sig á Íslandi, hann er að undirbúa brottflutning af landinu. Þetta hafi verið langvarandi álag síðan hann fór í gegnum erfiða baráttu að komast í gegnum prófkjör Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann lenti í stríði við „maskínuna innan Sjálfstæðisflokksins“ og hann telur gott að hvíla sig á íslensku samfélagi. Hann hefur hug á að skrifa um þetta ástand sem hann lýsir. Bítið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Arnar Þór sagðist þreyttur og sagðist vilja leyfa rykinu að setjast. En kona hans hafi skammað sig fyrir að leyfa því ekki að setjast í rólegheitunum því hann hafi skrifað bæði færslu á Facebook og grein á Vísi þar sem hann gaf það til kynna að hann ætlaði að fara að stofna stjórnmálaflokk. „Ég sagði í þessari grein að það virðist í sjálfu sér engu skipta hvort við kjósum flokka til hægri eða vinstri, niðurstaðan er alltaf sú sama.“ Arnar Þór sagði útþennslu ríkisins með miklum ósköpum og meira eftirlit vera ráðandi. „Flokkarnir eru grónir saman í eina óheilbrigða lífeind með mörgum hausum og sama hvaða haus er högginn af það sprettur fram nýr. Innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins voru orðnir mestu stuðningsmenn fyrrverandi formanns Vinstri grænna.“ Gegnheilir Sjálfstæðismenn helstu stuðningsmenn Katrínar? Umsjónarmenn Bítisins spurðu hann um samkrull Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hvort hann leggði trúnað við kenningar um einhverja leynisamninga þeirra á milli. Arnar Þór gaf ekki mikið fyrir það. Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir en ekkert þeirra reið feitum hesti frá forsetakosningunum.vísir/vilhelm „Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það en mér finnst þetta skrítið, til marks um óheilbrigði að þetta renni svona saman. Og að innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins telji að Katrín [Jakobsdóttir], sem kenna má við marxisma, sé allt í einu best til þess fallin að vera leiðtogi íslensku þjóðarinnar.“ Er samtrygging stjórnmálamanna og kerfisins orðið of mikið? „Já, þetta er orðið algerlega grímulaust og ekki lengur reynt að fela þetta á Íslandi. Ég ætla að veðja á að Katrínu verði úthlutað eitthvað þægilegt embætti á kostnað skattgreiðenda. Að hún, sem gamall Nato-andstæðingur, fái vinnu hjá Nato eða Evrópusambandinu. Það er hugsanlegt. En það eru allar líkur á því að hún fái einhvers konar vinnu á okkar kostnað.“ Arnar Þór er að undirbúa brottflutning af landi brott. Hann vill sjá hlutina í fjarlægð og líklega mun hann rita bók um reynslu sína, til dæmis þá að reyna að komast í gegnum prófkjörsmaskínu Sjálfstæðisflokksins sem veittist honum örðugt. Þar voru svo menn sem reyndust hans helstu andstæðingar í forsetakosningunum.vísir/vilhelm En er það eitthvað óeðlilegt? Hún er reynslumikil? „Jájá, það getur vel verið en er einhver stétt sem nýtur þeirra forréttinda að fá alltaf embætti? Það hefur verið þannig að þeim sem hafa verið í forystu fyrir stjórnmálaflokka er séð fyrir embætti.“ Þjóðin vill forseta sem skálar og brosir framan í sig En hvar förum við út af sporinu? Er þetta bara orðið augljósara núna? „Já, ég held að þetta sé orðið augljósara núna. Ég var í mínu framboði til forseta Íslands að benda á það sem betur má fara. Og kannski var það full þunglamanlegt fyrir þjóð sem vill bara að embættið snúist meira um að skála og brosa framan í þjóðina. Það getur vel verið að þessi rödd eigi betur heima á Alþingi, ég veit það ekki. En þetta er orðið augljósara öllum sem það vilja sjá. Forseti á ekki að vera uppá punt en Alþingi á ekki heldur að vera uppá punt. En sú er þróunin, þar er skrifað nánast blindandi undir allt sem frá Evrópu kemur. Og ráðherraræðið orðið yfirþyrmandi.“ Arnar segist hafa skynja undirliggjandi óánægju með hvernig stjórnmálin eru að þróast. Landsölufólk sitji á valdaembættum, tungumálið er komið í öndunarvél, þeir sem eru að flytja til Íslands sjá ekki tilgang með að læra málið, slíkur innflutningur á fólki að það er fyrirsjáanlegt að Íslendingar verið í minnihluta í eigin landi, það er verið að selja frá okkur fjarskipti, greiðslumiðlun, firðina okkar... Arnar Þór segir Höllu Tómasdóttur ekki helgan mann og helst er á honum að skilja að hún verði ekki mikil fyrirstæaða þegar skammsýn partígleði þjóðarinnar er annars vegar.vísir/vilhelm „Ég veit ekki hvort Halla, okkar nýkjörni góði forseti, mun stöðva þetta. Vandamálið er að þjóðin er steinsofandi. Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur. En það er verið að stela innbúinu okkar.“ Þjóðin steinsofandi og vill partíforseta Arnar Þór segir þjóðina steinsofandi gagnvart þeirri ógn sem sannarlega steðjar að henni. „Ef fólk er ekki búið að átta sig á því ennþá. Halla er ekki helg manneskja. Hún hefur farið þrisvar sinnum í að efla tengsl við ríkasta fólk í heimi í Davos. Hún verður engin handbremsa á þetta. Hver á að stöðva þetta? Þjóðin sem finnst svo gaman að vera í partíi og neitar að horfast í augu við þann veruleika sem steðjar að? Þegar tungumálið okkar er í nauðvörn, skattpíningin heldur áfram …“ En hefur fólk eitthvað um þetta að segja hvað það fær uppúr kjörkassanum? „Ég bauð þjóðinni upp á valkost. En hún vill partíforseta.“ Er þetta ekki fullmikil smættun? „Er það? Ók, ég skal ekki kalla þetta partíforseta. En þau vilja ekki forseta sem veitir þinginu aðhald. Ætlar að skrifa bók um ástandið Arnar segir forsetaembættið hafi mótast á þann veg, að ófyrirsynju að hans mati. „Ég held að þetta embætti hafi verið hugsað sem aðhaldshlutverk. Hvaðan á aðhaldið þá að koma? Það verður þá að koma frá almenningi í þessu landi. Mun það koma í gegnum núverandi stjórnmálaflokka? Ég held ekki. Verður þá að stofna nýja flokka? Já, ég held það. Það verður að sópa út af þinginu ef eitthvað á að breytast.“ Almenningur verður þá að láta til sín taka en ef það eigi að gerast þá verði almenningur að fara á einhvers konar hugrekkisþjálfun. Arnar Þór sagðist vilja hvíla sig á Íslandi, hann er að undirbúa brottflutning af landinu. Þetta hafi verið langvarandi álag síðan hann fór í gegnum erfiða baráttu að komast í gegnum prófkjör Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann lenti í stríði við „maskínuna innan Sjálfstæðisflokksins“ og hann telur gott að hvíla sig á íslensku samfélagi. Hann hefur hug á að skrifa um þetta ástand sem hann lýsir.
Bítið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00