Lífið

Fyrr­verandi eig­andi Sóma vill 375 milljónir fyrir einbýlið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Húsið er á besta stað í Garðabæ.
Húsið er á besta stað í Garðabæ. Betri stofan fasteignasala

Alfreð Hjaltason athafnamaður hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt í botnlanga í Garðabæ á sölu. Uppsett verð fyrir húsið eru 375 milljónir króna en húsið er einmitt 375,5 fermetrar að stærð.

Alfreð er fyrrverandi eigandi Sóma en félagið selur meðal annars tilbúnar samlokur, kjúklinga- og pastarétti og salöt og hefur gert um margra ára skeið. Hús Alfreðs er í Akrahverfinu, við botnlanga í Gullakri.

Allt er til alls í húsinu, meðal annars heitur pottur út í garði. Þá er arinn sem snýr að borðstofu en einnig inn í betri stofu. Sérstaklega er nefnt í auglýsingu vegna hússins á fasteignavef Vísis að góð hljóðvist sé í eldhúsinu, borðstofu og sjónvarpsstofunni.

Frá borðstofunni er svo rennihurð út á rúmlega fimmtíu fermetra flísalagðan pall sem snýr til suðurs. Frá sjónvarpsstofu er svo rennihurð í bakgarð, líka úr betri stofunni inn í lokaðan bakgarð þar sem er heitur pottur. Húsinu fylgir bílskúr, 55 fermetrar að stærð þar sem átta fara undir geymslu.

Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Lóðin er fullfrágengin, pallur og grasflötur og þá er geymsluskúr í garðinum. Hiti er í bílaplaninu og gott pláss er fyrir hjólhýsi á hellulögðu plani austan megin við húsið.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis.

Glæsilegir innanstokksmunir og sebra á gólfinu.Betri stofan fasteignasala

Einstök birta.Betri stofan fasteignasala

Hátt til lofts og allt til alls.Betri stofan fasteignasala

Eldhúseyja á sínum stað.Betri stofan fasteignasala

Arininn er glæsilegur þó hann láti lítið fyrir sér fara.Betri stofan fasteignasala

Glæsilegt rými.Betri stofan fasteignasala

Nægt skápapláss í eldhúsinu.Betri stofan fasteignasala

Að sjálfsögðu pottur úti í garði.Betri stofan fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.